Ljósberinn - 01.08.1940, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.08.1940, Blaðsíða 3
20. árg. 7.-8. tbl. Júlí-ágúst 1940 SÖGUR FRÁ KAPERNAUM „Leyfið börnunum að koma til mín44 Rut litla var sjö ára gömul. Hún átti yngri og ininni systir. Þegar móðir henn- ar var önnum kafin við að lireinsa húsið eða búa til og haka brauð, þá fóstraði Rut litlu systur sína. Stundum lék hún sér við hana á gólfinu í litla húsinu, og stundum bar liún liana út í sólskinið og lék sér við hana á þrönga og mjóa stræt- inu. Rut fannst hún vera orðin hálf-full- orðin stúlka með ábyrgðartilfinningu, af því að hún varð að hafa umsjá með litlu systur sinni- — ♦ Mamma, má ég sýna Jesú hana litlu systur mína?« spurði hún einn dag, að því er virtist, alveg tilefnislaust. Móðir hennar leit undrandi á hana. • Það er ætíð svo margt fólk hjá Jesú«, sagði hún. »Það getur vel verið, að hann megi ekki vera að því að sinna barninu*. •0, lofaðu mér það, mamma«, bað Rut. -Jesú þykir vænt um lítil liörn. Ég veit það«. • Hvernig veiztu það?« spurði móðir henuar. »Ég sá hann nema staðar og virða 111- ið barn fyrir sér, þegar liann var hér á gangi á götunni. — Má ég þetta ekki, mamma?* • Getur verið — einhverntíma seinna*, sagði móðii hennar og liélt áfram starfi sínu. Uin kveldið, þegar barnið var sofnað, fór Rut með mömmu sinni út að vatns- bólinu. Móðirin bar stóra og þunga vatns- krukku á öxlinui — og Rut litla liljóp við Iilið hennar. Þegar þær voru komn- nainn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.