Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 14

Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 14
130 L JÓSBERINN FREISTINGIN Georg vissi ekki sjálfur hvernig það bar til. Hann stóð sem höggdofa og horfði á glerbrotin, og tíu ára gamla hjartað hans barðist eins og það væri að springa. Bolt- inn, sem hafði orsakað óhamingjuna hopp- aði með óstjórniégum hraða að fótum Ge- orgs. og staðnæmdist. þar. Hið glamrandi hljóð í brotn.u skálinni, sem boltinn bafði hitt, hljómaði enn þá í eyrum hans. Með hraða eldingarinnar sá hann fyrir hugskotssjónum sínum foreldra sína og systkini sitja við borðið. Vegna af- mælisdags móður hans, var þessi fallega skál full af eplum.. Þetta var gömul kryst- alsskál og í hana voru greyptar gylltar myndir, sem áttu að tákna blóm, ávexti og krónhjört, sem var eltur af veiðihundum. »Parið varlega með skálinacc, heyrði hann móður sína segja, »hún er mér mjög dýr- mæt. Hún er síðasta gjöf tengdaföður míns, og hafði verið kjörgripur í ætt hans. Hún er mjög verðmætur forngripur, og forn- gripasafn eitt vildi gjarna kaupa hana, en vegna þess að afi ykkar hélt svo mikið af henni vildi ég ekki selja hana«. Svo var skálin, látin í minnst umgengnu stofuna í húsinu. Mamma hans ætlaði að láta hana inn í skáp, en af einhverjum ástæðum var hún ekki búin að því. Georg ætlaði að láta bók inn í bókaskápinn og fleygði boltanum hugsunarlaust, —- já, og nú lá skálin, dýrmæta skálin hennar mömmu, í mörgu.m stykkjum á gólfinu. Sólargeisli féll á stærsta brotið, þar sem enn mátti sjá hinn hlaupandi hjört. Fyrsta hugsun Georgs var að h.laupa burt, E'n -f~ nei, ef hann gæti komið brot- unum í burtu myndi ekki verða tekið eins fljótt eftir óhappinu, Svo tók hann í s.ig' kjark og með skjálf-, andi höndum safnaði hann brotunum sam- án. Þeim stærstu tróð hann varlega í vasa sinn, hinum safnaði hann í vasaklútinn sinn og blós glermélinu af borðinu. Svo læddist hann inn í herbergið sitt, En hvaö átti. hann að gera við brotin? Fleygja þeiin í bréfakörfuna eða sorpkörfuna í garðin- um? Nei, þar var ekki öruggur staður. Ge- o,rg lagði þau í gamla kis.tu, sem stóð við fataskápinn, og í voru skrif- og teiknibæk- ur úr skólanum. Það var eins og þungri byrði væri létt af Georg. Hann reyndi að láta sem ekkert væri, en gleði hans var uppgerð, og þegar hann var að lesa lexíurnar sínar var hann svo annarshugar að hann tók ekki eftir einu orði. Á milli línanna í landafræðinni sá hann stöðugt stóra mynd. af gylta krón- hirtinum. Enn þá hafði enginn tekið eftir óhapp- inu. — En nú stóð mamma á fætur, tók iyklakippuna sína, og rétt á eftir heyrðist hún opna og loka dragkistulokinu. Skömmu síðar heyrði Georg fótatak hennar færast fram eftir gólfinu og honum létti stórum. Nei, mömmu grunaði ekkert enn þá. Ge- org óskaði þess af öllu hjarta, að óhappið kæmist ekki upp fyrr en hann væri sofn- aður. Þá þyrfti hann ekki að standa aug- liti til auglitis við mömmu sína og svara spurningum hennar. Mamma horfði svoi einkennilega á hann; honum fannst augna- ráð hennar smjúga í gegnum sig undir svona kringumstæðum. — En ef hann væri uppi í rúmi, þá væri öðru máli að gegna. Þá gæti hann muldrað í svefnrofunum svarið við þessari hræðilegu spurningu. Það gæti verið svona: »Ég veit. ekkert, um það«. Og hann þyrfti ekki að líta upp. Kveldið leið án yfirheyrslu, og hún kom ekki heldur eftir að börnin voru. háttuð. Georg sofnaði seint og tvisvar sinnum hrökk hann upp með andfælum. Honum fannst hann heyra glamrið í skálinni; en það var aðeins vindurinn, sem þaut fyrir húshornið og ýlfraði ámátiega í ljósastaur- unum. Daginn eftir sagði móðirin lauslega:

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.