Ljósberinn - 01.08.1940, Page 12

Ljósberinn - 01.08.1940, Page 12
128 LJÓSBERINN aði á víxl, en horfði loks örugg á móður sína og mælti: »Eg óska þér af öllu hjarta blessunar Guðs og alls góðs ■— og færi þér gjöf mína. Gjöfin er hirðuleysi mitt og sóðaskapur. Aldrei framar skalt þú verða þessa vör hjá mér, og upp frá þessum degi skalt þu ekki komast hjá því, að taka eftir því, hve mikil röð og regla er i saumaskríninu mínu og skúffunum mínum. Pessu lofa ég þér, og skal reyna að efna það með Guðs hjálp«. Næstur tók Hinrik til máls. með skærri og hlýrri röddu: »Elskulega móðir mín. Ég óska þér bless- u,nar Guðs og alls hins fegursta, sem hægt er að hugsa. sér. Gjöfin, sem ég færi þér er óánægja mín og önuglyndi. Þú skalt. ekki framar heyra mig segja, þegar við erum að barða: »Mér líkar ekki þessi mat- ur« — jafnvel þó að það sé grænkál eða grautur. Ég skal borða. það allt meo ánægju. Hjálpi mér Guð«. Nú var Gréta orðin óþolinmóð og hnippti í Hinrik. Hún vildi fá þessu sem fyrst af lokið — því það var töluverð áreynsla fyr- ir þessa, fremur roggnu smámey, að játa skapgerð sína og ávirðingar. »Elsku mamma«, mælti hún, og átti erf- itt með að stilla sig um að fara ekki að hágráta, »hér gef ég þér tregðu mína og tómlæti. -- Ég skal aldrei framar segja: »Þetta geta aðrir gert«, þegar þú biður mig að gera eitt eða annað. Ég skal með gleði bursta sjálf skóna mína — og hjálpa þér til að taka af borðinu — svoi hjálpi mér Guð«. En nú gat hún ekki lengur stöðvað tár- in og huldi því höfuðið i kjólfellingum móð- ur sinnar. En Geirþrúður litla tók nú að stokkroðna og mælti: »Hjartans mamma, ég ætla að reyna að hætta því- að vera öfundsjúk, þó að aðrir fái eitthvað, sem er betra en það, sem ég fæ, og ég ætla líka að gefa þér bráðlyndi mitt. Ég ætla að biðja Guð ao hjálpa mér til að stappa ekki framar fótunum í gólfið«. Svo reyndi Maggi litli að klifra upp í kjöltu mömmu sinnar og sagði ógn ísmeygi- lega; »Magga litla þykir líka ósköp vænt um mömmu sína«. En þegar hann leit á morgunverðarborðið, sem búið var að til- reiða svo fagurlega og kom auga á afmæl- isdagskökuna, s.em bökuð hafði verið í til- efni dagsins, var hann ekki seinn á sér að bæta við — eins og í skírnarveizlunm hjá beykinum: »Magga litla langar líka í köku. Guðs hjálp«. Þessi skrítni smásnáði kom nú öllu aft- ur í jafnvægi, og stillti í hóf tilfinningum, sern virtust .ætla að taka völdin. Því hin góða læknisfrú var sannarlega orðin mjög hrærð — og hún var orðin svo glöð, að hún kom ekki upp nokkru orði, og læknirinn, maðurinn hennar, varð aftur og aftur að nudda gleraugun sín með vasaklútnum, það var komin svo mikil móða á þau. »Börnin mín elskuleg«, sagði móðirin að lokum og þrýsti hverju einstöku þeirra aö hjarta sér. »Þið hafið aldrei gefið mér neitt, sem hefir glatt mig eins mikið og gjaf- irnar ykkar í dag. Ég mun aldrei gleyma þessum afmælisdegi. Guð blessi ykkur. Þaö gleður mig að þið viljið reyna að losna við ávirðingar ykkar og ófullkomleika og það með Guðs. hjálp. Því annars gætuð þið það ekki. En hvernig fór ykkur að detta þetta í hug?« »Jú, sérðu. Þú manst víst eftir honum Hermanni frænda, sem kom til okkar í vetur. Hann sagði okkur frá starfi sínu á meðal aumingja drykkjumannanna. Þeir gátu einungis haldið bindindisheit sín, ef Guð hjálpaði þeim til þess. Ég hefi líka sjálfur séð mynd, og á þeirri mynd stó^, að þeir ætluðu að reyna að hætta að drekka með Guðs hjálp. Sérðu, loforðið gildir ekki, nema að maður segi það«. »Já, það hefir ekkert neitt gildi nema að það sé byrjað og framkvæmt með Guðs hjálp það er satt«, sagði móðirin. Síðan settust þau öll glöð og ánægð að barðinu. Þetta var sannarlega blessaður og gleði- legur og unaðslegur dagur — og það var

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.