Ljósberinn - 01.08.1940, Side 31
LJÓSBERINN
147
víst einu sinni, en losnaði fljótlega aftur.
Pegar við komum út á Höfn, fóru. þeir
pabbi og Ari að útvega bíl til ferðarinnar,
en við krakkarnir fórum að taka upp nest-
ið. Þeir fórii fyrst til Öskars Guönasanar
og báðu hann að flytja okkur og gekk það
vel, svo spurði hann hvað krakkarnir væru
margir og kom þá í 1 jós, að þeir komust
ekki allir í einn bíl. Þá var farið til Páls
Einarssonar og kom hann svo líka. Páls-
bíllinn var opinn og á honum voru allir
stærstu og duglegustu krakkarnir, sem
sízt gat orðið kalt, en vindur var tals-
verður. Við fórum. svo af stað og sungum
alla leiðina. Þegar við komum upp á Ai-
mannaskarð, fórum við að skcða okkur
um, en útsýnið var heldur slæmt, Nú lang-
aði okkur til að koma dálítið lengra upp
í Lónið og afréðum því að halda áfrarn.
En þegar við komum á móts. við Syðra-
Fjörð, stoppuðum við aftur og datt okkur
þá í hug að fara út á Papós. Gengum við
svo þangað. Sáum við þar tættur af verzl-
unarhúsunum, sem voru þar einu sinni.
Við sáurn lika helli, sem er rétt. fyrir aust-
an Syðra-Fjörð. Við fórum svo aftur til
bilanna. Snerum við nú aftur og stopp-
uðurn á Skarðinu og var þá sæmilegt út-
sýni, en ekki samt svo að við sæjum ör-
æfajökul. Við, sem vorum á Páls-bílnum,
gengum svo niður Skarðið, en fórum aft-
ur á bílinn, þegar koanið var niður á slétt.
Fórum við svo aftur út á Höfn, og þegar
þangað var komið, borðuðum við það, sem
eftir var af nestinu okkar, og vorum þar
að spóka okkur nokkra stund. Síðan fórum
við á »trillunni« út í Álaugarey. Skoðuðum
við húsin þar og leizt okkur heldur vel á
þau, Svo sigldum við aftur í land og
skömmu seinna fórum við heim. Kl. 7v
á sunnudagskvöldið vorum við komin heim.
Ingunn Sigr. Sigurjónsdóttir.
Fuglarnir okkar.
I vor, þegar allir fuglarnir flugu unr
loftið bláa og vorsólin sendi geisla sína
niður til þessara vorgesta okkar, þá þótti
okkur litlu stúlkunum sárt, það sem ég
segi frá hér á eftir. Einu sinni fórum við
að smala úr engjunum og fundura þá
vængbrotinn fugl í hóhna utan við túnið.
Þá var nýbúið að leggja síma um sveitina
og hafði hann flogið á vírinn.. Við fórum
með hann heim og létum hann inn í vafn-
ingsviðinn á völvuleiðinu, þvi að við héld-
um að þar væri bezta skjólið handa hon-
um og bezta vörnin gegn ránfuglum. En
morguninn eftir var hann farinn. Þann
dag vorum við að raka ljá uppi á túni.
Þá var koJlað á okkur í kaffi. En þegar
við komum út aftur, sáum við lóu. Hún
reyndi að fljúga, en gat það ekki, af því
að hún var líka vængbrotin. Við létum
hana líka á leiðið, en daginn eftir var hún
farin, Þann dag fundum við aftur hinn
fuglinn. Eg veit ekki hvaða fugl það var,
en ég hugsa að það hafi verið sendlingur.
Nú er kominn vetur og allir fuglarnir
farnir og þá hafa þessir fuglar dáið, af
því að þeir gátu ekki flogið tii annara
landa. Ég vildi að þeir hefðu viljað vera
hjá okkú'r. Þá hefðu þeir ef til vill lifað,
en þeir hefðu ekki verið eins frjájsir eins
og hinir fuglarnir fleygu.
Kri'stín Kristjánsdóttir.
Skrítlur.
Leikhúsgestur (við sessunaut sinn): »Þessi kona.
sem leikur aðalhlutverkið, er lélegasta leikkonan,
sem ég hef nokkurn tíma séð«.
Sessunauturinn: »Svo? Finnst vður |iað 't Þetta
er konan mín«.
Leikhúsgesturinn: »Ég á við — hm — hlutverkið
er svo erfitt, vegna þess að höfundur leiksins hlýtur
að vera einhver fábjáni eða asni«.
Sessunauturinn: »Höfundur leiksins? Það er nú ég«.
Gunni: »Ég var að hugsa um að ferðast austnr í
sýslur, en vcrð víst að hætta við það, því ég hef
heirt, að þar liafi orðið vart við einhverja illkynjaða
pest nýlega«.
Nonni: »Hennar vcgua er þér óhætt að fara, því
að þó þú sért nú dálítið satiðarlegur, þá býst ég ekki
við að þú fáir þá sjúkdóma, sem þar eru að ganga.
Þeir heita nefnilega fjárkláði og bráðapest.