Ljósberinn


Ljósberinn - 18.02.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 18.02.1933, Blaðsíða 4
28 LJÖSBERINN blómin, sem alt af breiddu laufin sín á móti birtunni. Frænka var að líkindum farin að sofa miðdegisdúrinn, eins og hún var vön, þegar hún var búin að drekka síð- degiskaffið. Pað var þá öllu óhætt á meðan, og spölurinn yfir að Hóli ekki lengri en það, að Rúna litla, sem var frá á fæti, gat skroppið þangað á ör- stuttri stund. Rúna hikaði þó. Það var leitt að koma alveg tómhent að Hóli! Hún hljóp í spretti heim. Faðir henn- ar var að klæða sig í yfirhöfnina, er hún kom inn í fordyrið. »Elsku pabbi,« sagði 'hún, móð eftir hlaupin. »Mig langar svo til að gefa henni Lottu eitthvað gott. Hún er ein inni að passa litla barnið. Má ég kaupa gott handa henni?« »Ójú, þú mátt það,« svaraði faðii hennar. »0g litla telpan í Hólakoti, sem altaf ligg.ur veik, hreint altaf, pabbi, má ég ekki líka gefa henni gott?« »Ætli það ekki?« svaraði faðir henn- ar og brosti góðlátlega að ákefð Rúnu. »En peningarnir, pabbi! Hvar fæ ég þá?« Rúna hallaði undir flatt og horfði kankvíslega til föður síns, sem var að þukla ofan í vasa sinn. » »Ætli ekki á sama stað og vant er, Rúna litla,« sagði hann og rétti henni gljáandi 2 krónupening. »Hjartans þökk, elsku pabbi!« hróp- aði Rúna og flaug upp um hálsinn á föður sínum. »Heyrðu Rúna mín, — hvað sagði frænka?« spurði hann. »Leyfði hún þér að fara í gamla húsið?« Pað kom alvörublær á andlit Rúnu litlu. j »Nei, hún vill fyrst fara þangað sjálf,« svaraði hún. »Svo hún vill það!« sagði hann og brá gletnisbrosi á andlit hans, en Rúna litla tók ekkert eftir því, af því að hún var að hugsa um, hvað hún ætti að kaupa fyrir tvær krónurnar, sem hún hélt á í lófanum. Litlu; síðar stóð hún við búðarborðið í sælgætisverzluninni »Vík«. »Fást epli?« spurði hún. »Nei, því miður eru engin epli til núna,« svaraði búða.rstúlkan. »En við höfum ágætis glóaldin, eða appelsínui', ef þú skilur það betur,« bætti hún við og brosti til Rúnu litlu. »Hvað kosta þær?« spurði Rúna. »50 aura.« »Þá fæ ég fjórar fyrir peningana mína.« sag'ði Rúna litla og handlék peninginn. »Já, það stendur heima,« sagði stúlk- an. »En ég hefði þurft að fá sex,« sagði Rúna, »handa Hólsbörnunum og veiku telpunni í Hólakoti.« »Pað er velkomið, að ég láni þér tvær,« sagði stúlkan. »Ertu eikki dótt- ir sýslumannsins?« »Jú,« svaraði Rúna og roðnaði ofur- lítið. »Ég er líka viss um, að pabbi minn leyfir mér að kaupa tvær til.« Stúlkan rétti Rúnu bréfpoka. »Pá sjöundu áttu að eiga handa sjálfri þér,« sagði hún, »af því að þú ert svo góð stúlka.« Rúna var bæði brosleit og tindilfætt, er hún lagði á stað út úr búðinni, með bréfpokann undir hendinni, og hljóp styztu leið að Hóli. Óboðinn gestur. Frænka reis geispandi upp í legu- bekknum, varpaði frá sér silkifóðruðu ábreiðunni og steig fram úr bekknum. Hún gekk fyrir spegilinn, er hékk fyrir ofan búningsborðið í svefnher- berginu, og lagaði hár sitt og hörund, eftir því sem henni þótti við þurfa,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.