Ljósberinn


Ljósberinn - 18.02.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 18.02.1933, Blaðsíða 8
32 LJÖSBERINN Framhalcl frá bls. 30. ekkert á atburðinn kvölclið áður, en fyrir utan skóladyrnar nam Kristján staðar alt í einu og sagði: »Þakka þér fyrir það í gærkveldi, hún mamma bað mig að bera þér kveðju sína og þakklæti. Hún sagði aö þú hefðir unnið sannarlegt miskunnar- verk fyrir okkur þá.« »Sælir eru miskunnsamir,« ómaði þá í huga Níelsar. Hann hafði nú sjálfur reynt, að þetta var satt. Og þó hann heyrði sitt af hverju til sín talað af starfsbræðrum sínum í verksmiðjunni, út af þessum atburði, þá lét hann sem hann heyrði það ekki, heldur brosti hæglátlega með sjálfum sér og passaði starf sitt, eins og ekkert hefði í skorist. ■----5»' -- Fyrsta stjarnan. Þegar Anna litla kom heim úr sunnu- 'dagaskólanum, sagði hún við systur sína: »Kennarinn sagði okkur, að fyrir hverja mannssál, sem okkur auðnaðist að snúa til Jesú, fengjum við nýja stjörnu í kórónuna okkar.« Um þetta var eldri systirin að hugsa allan daginn, Nokkru seinna fór hún að búa sig á dansleik. En þegar þang- að kom, gat hún ekkert skemt sér, þvi að þetta, sem litla systir hennar hafði sagt, var altaf að ónáða hana. Loks fór hún heim aftur og upp í herbergi sitt. Og þar kraup hún á kné og bað Jesú að frelsa sig. Að bæninni lokinni fór hún inn til systur sinnar og kraup niður við rúm- stokkinn hennar, horfði á blíðlega and- litið hennar og sagði: »Elsku systir mín! nú ert þú búin að eignast fyrstu stjörnuna í kórónuna þína.« öll börn eiga að leitast við að laða sálir til Jesú. Hvað hefur þú gert fyrir hann? Á. Jóh. v y í Froðleitur oi skeiutun. í wyww/ywsimfmwv,.- vwtvJ. Sjálfs oi' liiindin luillust. Sldpstjóri ó störu seglskipi hafði lngt skipi sínu að hafnarbakkanum. Nú var búið að mála alt skipið og ekki var annað eftir, en að teikna nafn skipsins, sem málað hafði verið yfir, þegar alt skipið var málað. »F>aö er bezt, að ég geri það sjálfur, svo að þessir fúskarar, sem unnið hafa hjá mér við skip- ið, geri ekki úr því einhverja vitleysu. Sjált's er höndin hollust, segja þeir, sem bækurnar hafa,« sagði skipstjórinn. Fór hann síðan úr skipinu og niður á hafnarbakkann; en skipið var þá svo hátt, að hann náði ekki upp þang'- að sem nafnið átti að vera. Steig hann þá á skipsfjöl aftur með málningardallinn sinn, teygði sig út yfir borðstokkinn og málaði f snatri nafn skipsins á kinnung þess. Hljóp hann svo hróðugur á land, til þess að gæta að, hvernig þetta hefði nú tekist hjá sér og dást að listaverki slnu úr hæfilegri fjar- lægð. En ekki vantaði mikið á, að yfir hann liði, þegar hann sá, að nafnið leit þannig út: N N IIIYf s C *£ ■ . Siiez-skurðuriiui er svo mjór, að skip geta ekki mæzt þar eða farið hvert fram hjá öðru. Par voru því þegar I upphafi gerð vik eða víkur út úr honum með vissu millibili, til þess að þau skip, sem mæta öðrum skipum, geti flúið þangað inn, meðan hin fara fram hjá. Fyrsta árið, sem hann var notaður, fóru um hann tæp 500 skip og tekjur hans voru 5 miljónir króna. Nú fara skip um hann í þúsundatali og tekjur hans eru meir en'miljarður króna á ári. Kaupendur! Iljálpið Ljósberanum tíl að halda áfram starfi sínu - með því, að borga árgjaldið við fyrsta tæklfæri. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.