Ljósberinn


Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 35 Eins og hann væri ekki líka kominn til þess að frelsa börnin! »Hvers vegna gerið þið þetta?« sagði hann. »Leyfið börnunum að koma til mín og bannið beim það ekki, því> að slíkra er Guðs- ríkið!« — Já, svona var hann altaf. Ö, hvað mömmurnar urðu glaðar! Pær lögðu börnin sín í fang honum, og hann brosti til þeirra himnesku brosi, er tendraði himneskt ljós í litlu hjörtun- um, og hann blessaði þau. -— Kæru börn! f heilagri skírn voruö þið lögð í faðm Jesú, og þar megið þið vei-a alla æfi, ef þið viljið, og hjúfra ykkur upp að brjósti hans. Ef þið vilj- ið! Pví það er undir ykkur komið. Það eru til börn, sem hafa slitið sig úr faðmi Krelsarans, með því að hætta að tala við hann í bæn og með því að gera það, sem ljótt er. Jesús grætur yfir þeim börnum og er altaf að vona, að þau komi aftur til sín og biðji sig fyrir- 8'efningar. En þau börn, sem eru í faðmi frelsarans, eiga gott. Hann brosir biítt til þeirra, svo að það er ávalt bjart > kring um þau, þau eiga góða sam- vizku, af því þau biðja hann að fyrir- gefa sér alt, sem þau gera ljótt og eru hlýðin og góð börn, sem öllum þykir vænt um. — Kæra barn! Gakk þú í líósi Drottins í daglegri bæn, og biddu hann að gefa þér náð til þess að verða »lítið ljós«, svo að allir sjái, að þú elsk- )r Jesú og sért í faðmi hans. V. Móðir pín. eftir Olfert Ricard. Eg þekki hana ekki, en ég þekki móð- Ur mína. Hún var bezta móðirin, sem uokkurn tíma hefur lifað hér á jörðu, ~ nema því að eins að þú eigir móður, sem þú viljir fullyrða að sé enn þá betri, en samt sem áður var mín bezt. ö, stundum kemur yfir mig svo óumræði- leg þrá eftir því að fá að sjá hana, þó ekki væri nema aðeins einu sinni, taka yfrum hana og þrýsta henni að mér og leggja vangann á mér upp við vanga hennar, og mér finnst að ég vildi gefa heilt ár af æfi minni til þess að mega hafa hana í stofunni hjá mér eitt augnablik enn þá. Því hún er ekki leng- ur hér. Ég man eftir því, er ég var lítill, hvernig sú hugsun kom upp í huga minn alt í einu: En ef hún mamma dæði nú. Og ég hugsaði oft um þetta, þangað til að tárin komiui J augun á mér og ég flýtti mér inn til þess að fullvissa mig um að ennþá hefði ég hana hjá mér. Og hugsið þið ykkur svo, að loks kom að því undursamlega augnabliki, þeim skuggalega, dimma minningardegi, þeg- ar við öll saman heima horfðum á það þegar mamma dó. Klukkan á veggn- um gekk sinn vana gang, en hjartað hennar mömmui stóð kyrt. Við sáum hinn einkennilega fölva breiðast yfir elskulegt andlitið hennar, rétt eins og engill dauðans stæði hjá henni og stryki yfir andlitið á henni með kaldri hend- inni, og drættirnir stirðnuðu og svo færðist hin einkennilega kyrð yfir alt, þegar öllui sambandi er slitið milli und- arlegu og eins og ókunnu verunnar, sem liggur þarna og okkar, sem eftir erum. Maður verður einmana, 1 svo undar- lega heimilislaus, þegar hún mamma deyr. Eins og hún hefir elskað okkur, nei, enginn getur nokkurntíma elskað okkur eins og hún, því hún skildi okk- ur betur en allir aðrir. Við lágum und- ir hjarta hennar, áður en við höfðum nokkra meðvitund. Ef illa lá á okkur, eða ef við leyndum einhverju, þá skildi hún það og vissi umi það, löngu áður en við gátum fengið okkur til að segja henni frá því. IJjá henni var griðastað- ur, þar sem þreyttur hugurinn gat hvílst litla stund, hvernig sem á stóð.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.