Ljósberinn


Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 25.02.1933, Blaðsíða 8
40 L JÓSBERI N N ant um hana. Ég’ hefi verið að taka eftir því, þegar hann er að leiða hana með sér. Betur að öll börn, sem missa hana móður sína, ættu slíkan föður!« >>Hefir Rúna litla nokkurn tíma kom- ið hingað?« spurði frænka því næst. »Nei, nei, mikil undur!« sagði Odd- ný gamla. »Hún hefir aldrei stigið hing- að fæti.« »Hún á, heldur ekki að gera það,« sagði frænka með áherzlu. »Við viljum ekki koma henni upp á að flækjast í ókunnug hús, það er ósiður, sem gerir börnin frek og ókurteis. Og ég ætla að biðja yður, ef hún skildi koma, að segja henni að fara heim — hún er hálfgerður óviti ennþá, aumingja litla stellan!« »Æ, ósköp þætti mér það nú leiðin- legt, ef ég mætti ekki bjóða henni inn,« sagði Oddný í gæluróm. »Við höfum bæði svo mikið indi af börnum, en því miður eru börn hérna í kaupstaðnum, sem ekki er hægt að hafa ánægju af þessir aumingjar — fá svo ilt upp- eldi.« »Bg hefi orðið þess vör,« sagði frænka. »Og þess vegna vil ég halda Rúnu litlu sem mest heima hjá okkur.« »En hve þetta er vel ráðið,« sagði Oddný. »Ef allir hugsuðu si svona, þá væru þau færri hrökkjóttu og orð- ljótu börnin. — Við erum að tala um börnin, góði minn,« hrópaði Oddný 1 eyrað á manni sínum. »Hún vill venja barnið hans bróður síns, — hún vill ekki láta það læra ljótu siðina af aum- ingja börnunum hérna.« »Gott er það,« sagði Jóakím gamli. »Og gleðilegt, að enn skuli þó vera til menn, sem hugsa um að ala börnin vel upp. Það er hreinasta hörmung, hvernig barnauppeldið er orðið.« Oddný tylti sér á rúmbríkina með prjónana sína. Kisa lá sofandi til fóta í rúminu; alt í einu reis hún upp og > < H > í ; Ef ]»'i liiiif«ar hrjf’na oi> iuiodda, >! > li.iálliar lielm srin líður neyð, og vilt |iá sjúku rladda oj> i;ra>dda, >5 >< (íuðs á veg’iim er ])ín leið. t í 3. tbl. átti miðsetningin í >Heilræöi < og sannlei_kur« að vera þannig: > Hjarta niniins þroskast m e s t á inót- í Iretinu. Guðriin Jóliannsd. frá lírautarli. f > ) gaut gulum glyrnum á frænku, en hún hafði megna óbeit á köttum, og ýtti stólnum frá rúminu, er hún sá augna- ráð kisu. »Kisa mín er ósköp meinlaus við alla, nema rotturnar,« sagði Oddný og strauk um hrygginn á kisu, sem óðar skreið upp í kjöltu hennar og lagðist þar malandi. »Hún er ofboðlítið upp með sér af því, hvað hún er dugleg að veiða rotturnar!« »Mér er harla lítið. gefið um ketti,« sagði frænka kaldranalega. »Peir eru lítið skárri en rotturnar.« »Æ, nei, segið þér ekki þetta,« sagði Oddný. »Kisa okkar er svo væn. Þegar ég verð að bregða mér eitthvað í burtu, þá skil ég kisu eftir h.já honum Jóa- kím á meðan. Hún hlýjar honum, þeg- ar kalt er, og hún skemtir honum marga stundina með malinu sínu og vinalát- unum. - - Ég er að segja henni, hvað hún kisa okkar er góð,« sagði Oddný og sneri sér að manni sínum. »Já, það mætti margfc um hana segja,« svaraði gamli maðurinn. »Kisa minnir mig á þessi orð: »öll skepna Guðs er góð«.« Frh. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.