Ljósberinn


Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 6
LJOSBERINN 62 Sacja eftir irúnu Cáittisdoiíur, v»4ut) fyrír_______ En frú Steinvöru var algerlega ókunnugt um hag og hætti heimilis- ins. Ekki þekti hún heldur neitt til þeirra örðugleika, sem fátækur einyrki verður að heyja við margskonar bar- áttu, til þess að koma upp skýli fyrir sig og sína. Ef að frú Steinvör hefði verið kunnug því, þá hefði hún að öll- um líkindum litið híbýli Hólsfjölskyld- unnar mildari augum og afsakað útlit þess. En frúin vissi ekkert um það, hve fátæktin er hörð í horn að taka, og í hennar augum var Hólsbýlið ekki annað en ósmekklegur kumbaldi. Hún hægði á göngunni og virti fyrir sér húsið álengdar. Gaflinn sneri fram; í blæjulausum stafnglugga brostu viu fögur blóm, sem stungu mjög í stúf vió ómálaðan gaflinn. Frænka þóttist sjá ljósum barnskolli bregða fyrir, innan við gluggann. Það e,ru auðvitað krakkarnir, hugsaði hún með sér. Þau eru á gægjum. eins og illa siðuðum börnum er títt, þegar gest ber að garði. Og henni rann verulega í skap, er hún hugsaði til þess, að Rúna litla skyldi sækjast eftir öðrum eins félagsskap. En börnin á Hóli höfðust annað að, heldur en að gægjast út um glugg- ann. Þau voru önnum kafina við leiki sína og bundu hugann við alt annað en gestakomur. Eldri bræðurnir tveir voru úti á fisk- reit, með móður sinni, en Pési litli og Lotta gættu yngsta barnsins í. vögg- unni. Það var verulega glatt á hjalla ; barnahópnum, og jók það mjög á gleð- ina, er Rúna bættist í hópinn, þar að auki kom hún heldur en ekki færandi hendi með appelsínurnar —, enda var brátt tekið til óspiltra málanna í »mömmuleik« og öðrum skemtilegurn leikjum. I eldhúsinu fyrir framan baðstofuna varð brátt alt á tjá og tundri, eins og við er að búast, þegar búið er undir meiri háttar veizlur í »mömmuleik«. Mislitu glerbrotin, sem Pési litli, bróð- ir Lottu, hafði fundið í lækjarspræn- unni, sem seitlaði fram hjá húsinu og nágrannarnir fleygðu í ýmis- konar rusli, skörtuðu vel á veizluborð- inu, gömlum sykurkassa, sem Lotta hvolfdi í eitt hornið á eldhúsinu og breiddi yfir mislita svuntu. »Matvælin á borðinu voru af ýmsu tagi, þótt moldarkökurnar, fagurlega skreyttar með fíflum og sóleyjum, væru einna ásjálegastar af því, sem á borð var borið. Kökugerðin hafði kostað allmargar moldarslettur á andlitum, höndum og klæðum barnanna, en í gleði sinni veittu þau þvílíkum smámunum enga eftir- tekt. Kvöldsólin var einmitt að gægjast inn um eldhúsgluggann og vafði ástúð- arörmum hinn glaðværa barnahóp, sem

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.