Ljósberinn


Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 5
L JÖSBERINN 61 sofnaði. Mér þótti ég reika yfir eyði- land, óræktað, þangað til mig þar að fljóti einu, og það var svo dimt og draugalegt yfir að líta, að ég hrökk ósjálfrátt til baka frá því. En þá varð mér litið yfir fljótið og þar blasti þá hið fegursta tand við augum mínum, fegra en augu mín höfðu nokkurntíma áður litið. Par sá ég mikinn mannfjölda og' í þeim fjölda sá ég elsku litlu stúlk- una mína. Og jafn skjótt sem hún kom auga á mig, þá benti hún til mín með litlu höndinni og sagði: »Komdu þessa leiðina, pabbi, hér er svo indælt að vera.« Og hún benti mér aftur, að ég skyldi koma yfir á ljóssins iand. Ég gekk þá lengra fram á fljótsbakkann og ætlaði mér að vaða út í það; en fljót- ið var djúpt mjög og ég kunni ekki að synda. Og þó hlaut ég yfir það að fara, hvað sem það kostaði. Ég svipað- ist eftir báti, en fann hann ekki. Ég skygndist um eftir brú, en ég' fann heldur enga brú. 1 þessum nauðum mín- um hljóp ég fram og aftur með fljót- mu. Pá heyrði ég aftur dýrmætu, al- hunnu röddina elsku stúlkunnar minn- ar. »Komdu þessa leiðina, elsku pabbi, hér er svo indælt að vera!« 1 þeim sömu svifum þóttist ég heyra raust, er kæmi til mín af himni ofan: »Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið; enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig«. Við þe^sa raust vaknaði ég ög var viss um, að það var Drottinn sjálfur, sem til mín hafði talað, og sagt mé) með þessu, að ég ætti nokkurn tíma eftir að fá að sjá barnið mitt aftur, þá yrði eg fyrst að koma til Guðs fyrir Jesúm Krist. Eg kraup við rúmið mitt þessa sömu nótt og gaf Di'otni hjarta mitt. Og í hvert skifti, sem ég hugsa um stúlk- nna mína, þá hugsa ég mér ekki, að hún lig-g'i í gröfinni, heldur sé ég hana HEILBÆÐI og SANNLEIKUR. Þótt að lífsins mein þig mæöi margvíslega hér í heim, angrið svíði, undir blæði, örugt það I hjarta geym. Ef þú trúir, og þú biður almáttugan Guð um lið, sviði úr öllum sárum hverfur, sálin öðlast ró og frið. Guði'ún Jóhannsð. frá Braiitarli. með augum trúarinnar á ferðinni á unaðarlandinu himneska, sem draumur minn hafði opnað fyrir mér og þaðan sem ég heyrði .yndislegu röddina segja við mig: »Komdu þessa leiðina, elsku pabbi!« Nú hefir konan mín snúið sér líka, og ég kappkosta af fremsta megni, að fá sem flesta af nágrönnum mínum til að verða mér samferða til ókunna dýrð- ai'landsins.« Bæn. Sendu öllum gleðignótt, gefðu öllum sjúkum þrótt, forsjárlausra faðir ver, fylgdu þeim, sem viltur er. Alls hins góða gjafarinn, gef hið bezta anda þinn, scela gerir liann oss hér, liéim til þin oss síðar ber. B. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.