Ljósberinn


Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 63 naut æskugleðinnar í ríkum mæli, áhyggjulaus og ókvíðinn, þegar Lotta stakk upp á því við Pésa bróður sinn, að hafa fataskifti við Rúnu. Það væri svo gaman að sjá þau hvort í annars fötum, sagði hún. Rúna gekk strax inn á uppástungu hennar. En það var öllu erfiðara að fá Pésa til þess að sam- þykkja hana. Hann varð æði langleitur yfir því, að eiga að fara í »stelpukjól«. En þegar Rúna bauðst til að gefa hon- um einn appelsínubita til, og Lotta lof- aði þar að auki að gefa honum kaffi- rótarmiða, sem Pétur hafði lengi ágirnst, þá gaf hann upp alla vörn, og nú voru hendur látnar standa fram ú.r ermum! Pési fór í föt Rúnu og var hissa á því sjálfur, þegar hann leit í spegilinn, hvað fötin fóru honum vel. Ekki spilti bað til hvað Pési var hárprúður, því fyrir bragðið gat Lotta tylt hárborðun- um hennar Rúnu sitt hvoru megin við gagnaugun á honum og það gerði hann svo stúlkulegan að undrum sætti, og vakti það óskipta aðdáun þeirra Lottu og Rúnu. »Svona ættir þú alt af að vera klædd- ur, Pétur!« sagði Lotta, hátíðleg í hragði, enda kallaði hún bróðir sinn aldrei Pétur, nema við hátíðleg tæki- færi. »Þú ertí eitthvað svolítið laglegri þessum fötum heldur þínum —- — að bú skulir ekki vera stelpa, Pétur!« Og Pétur virtist kunna vel við sig 1 klæðum Rúnu litlu; hann snerist á hæl og hnakka fyrir framan spegilkríl- ið, sem Rúna hélt frammi fyrir honum, °8' var vel ánægður með sjálfan sig, ekki síst eftir að hatturinn hennar Lúnu var kominn á höfuðið á honum. Annan eins hatt hafði Pési litli aldrei sett upp, og þó það virtist bera enn fueira á freknunum og rauða nefbrodd- !uum, þá verður ekki annað sagt en að hatturinn klæddi Pésa litla hið bezta. Loks færði Lotta hann í kápuna hennar Rúnu. Kápan var skósíð, og flæktist fyrir fótunum á Pésa, en Lotta sá við því og nældi með títuprjónum inn af kápunni. Þegar Pési stóð á eldhúsgólfinu þann- ig klæddur, með hvítan hatt á höfði í fallegri blárri flauelskápu, með gljá- andi lakkskó á fótunum, var hann svo að segja að segja óþekkjanlegur, og þá kom Lottu nýtt til hugar. »Nú veit ég, hvað við skulum gera,« sagði hún og var heldur en ekki óða- mála. »Nú sendum við Pésa út í Hóls- kot til Ellu, og látum hann fara með appelsínuna, sem þú ætlaðir að gefa henni, Rúna. Haldið þið ekki, að hún Ella verði hissa? Fyrst heldur hún auð- vitað, að þetta sé Rúna, en svo, þeg- ar hún sér, hver kominn er, — ó, hvað þetta verður gaman!« Og Rúna og Pési voru á sama máli og Lotta. »En þú verður að ganga ósköp fall- ega og hneigja þig fyrir henni Ellu, alveg eins og hún Rúna gerir svona, sjáðu, hvernig á að hneigja sig!« En það gekk ekki rétt vel, að kenna Pésa að hneigja sig, þó áleit Lotta, að hann mundi komast nokkurnveg'inn fram úr hlutverkinu, og óspart skemtu litlu stúlkurnar sér við að horfa á til- burði Péturs í kvenklæðunum. »Hver kemur með mér að Hólskoti?« spurði Pési. »Ég vil ekki fara einn þang- að.« En Lotta sagðist ekki gegna þessari vitleysu. Eins og hann gæti ekki skropp- ið einn á milli húsa, þó að hann væri í stelpufötum! Ekki mátti hún fara frá barninu, og ekki gat hún Rúna farið með honum á nærfötunum. En þá var það Pési sem fann ráðið. »Rúna getur farið í fötin mín,« sagði hann, »og komið með mér.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.