Ljósberinn


Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 18.03.1933, Blaðsíða 1
Gcísli Þorláksson. (1681—168Í) Hann var sonur Þorláks biskups Skúlasonar og tók við biskupsdómi eftiv hann (1657) og hélt honum síðan ti) dauðadags (1684). Gísli var enginn gáfumaður, sem fað- ir hans og áfi, og enginn framkvæmd- armaður í stöðu sinni. En hann var góð- viljaður og friðsamur og yndi og eftir- læti smælingjanna. Hann fór að dæmi föður síns og gaf út guðrækni-bækur og þar á meðal bók eftir munkinn Thomas a Kempis, sem nefnist: Eftirbreytni Krists og er í mörgum greinum sígilt rit; það er eina þýðingin af þeirri bók, sem út hefir komið á ís- lenzku, enn sem komið er, en annars er hún þýdd á flestar tungur. Hann gaf líka út Hel'gi- dagapostillu eftir sig og nýja þýðingu á fræðum Lúthers. Nýja útgáfu af Sálmabókinni gaf Gísli biskup út (1671); slepti hann þá úr henni sálunum, sem stóðu. i messisöngsbókinni (Grallaran- um), en jók hana aftur með nýrri sálmum, eftir Hallgrím Péturs- son o. fl. Pegar Gísli biskup dó, höfðu þeir afi hans og faðir og hann sjálfur setið 113 ár á biskups- stóli Norðlendinga og verið vin- sælir. (Myndin er af Gísla biskupi og fyrstu konu hans, Gróu Þorleifsdöttur),

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.