Ljósberinn


Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 83 Sacja efiir cunu fáimsdottur, vikub fyrír „iyosteranir; Það flögraði bros yfir litla andlitið, og gráturinn hljóðnaði sem snöggvast, Þegar barnið varð þess vart að það var ekki einsamalt. Skær, blá barnsaugu, barmafull af tárum, störðu framan í frú Steinvöru, og brosið í þeim minti á skin á milli skúra, Frúin horfði í fögru, sak- leysislegu barnsaugun. »Hver ert þú, og hvað vilt þú mér?« spurði það. »Ætlarðu að hjálpa mér á meðan hún mamma mín er ekki hjá mér? Sérðu ekki hvað ég er ósjálf- bjarga? Finst þér ekki von að ég gráti, þegar enginn sinnir mér?« Frú, Steinvör brá fingrinum undir litlu, kringlóttu hökuna og sagði, nærri því í gæluróm: »Nú ertu góða barnið, fyrst þú ert hætt að gráta!« En hvort sem það var ókunnug rödd- in eða ókunnugt andlitið, sem skelfdi barnið, þá fór það nú aftur að gráta, þrátt fyrir heiðarlegar huggunar-til- naunir frúarinnar. Loks taldi hún hvggi- legast fyrir sig, að hypja sig frá vögg- unni og láta barnið afskiftalaust. f>að feyndist og bezta úrræðið, því smám- saman sefaðist gráturinn, og stundar- korni síðar var það auðheyrt á andar- drættinum, að blessaður svefninn hafði b'knað litla aumingjanum og lagt hann að brjósti sér í værum blundi. Þá læddist frú Steinvör aftur að vögg- anni og virti sofandi barnið vandlega fyrir sér. Andlit þess var rjótt og heitt eftir grátinn og tárin glitruðu á vöngunum. Ljósir lokkar hrundu um háls þess og herðar. Hvítir, feitir handleggir hvíldu ofan á sænginni. Friður og blíða sak- leysisins umvafði ásjónu barnsins> og endurvarpaði fegurð sinni á andlit frú- arinnar. Svipur hennar varð mildari, nærri því klökkur, og augun, sem horfðu stöðugt á barnsandlitið, urðu dreymandi og djúp, líkt og þau væru að leita hugljúfra minninga á fjarlæg- um slóðum. Þannig stóð hún um hríð. Svo færði hún sig að glugganum og tylti sér á strástólinn. Ot um gluggann sá hún fólkið, sem keptist við að vinna á fiskreitunum. Inn um hálfopinn gluggann heyrði hún hrópin og hlátrasköllin í barnahópun- um, sem léku sér hér og hvar í nágrenn- inu. Bráðum fór hún að ókyrrast. Hún leit á armbandsúrið aitt og taldi mín- úturnar, á meðan hugsaði hún Lottu þegjandi þörfina. Aðra eins ósvífni hafði frú Steinvör aldrei þekt. Að skilja hana eina eftir hjá organdi krakka! Og koma svo alls ekki aftur. Svona var þá innrætið henn- ar Lottu litlu, telpunnar, sem Rúna sóttist mest eftir að vera með. Það var annars jafngott, þó að hún fengi að sjá það sjálf, hvernig barn Lotta í raun og veru var. Héðan af

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.