Ljósberinn


Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 08.04.1933, Blaðsíða 1
Gcísli Magnússon. (f. 1712, d. 1779) Engum þótti fýsilegt að taka við bisk- upsstólnum á Hólum eftir Halldór bisk- up. Gísli var þá sóknarprestur á Staða- stað. Danska stjórnin gat loks fengið hann til að gefa kost á sér, því að hann var vel efnum búinn. Þegar hann var tekinn við embætt- inu, gerði hann það, sem hann gat til að hjálpa og leiðbeina prestunum í bisk- upsdæmi sínu og halda uppi skólanum á Hólum; Hálfdán Einarsson, tengdasonur biskups, hinn lærð- asti maður, studdi biskup í því með ráðum og dáð. Biskupi tókst líka að fá bygða nýja dómkirkju og flest staðarhús að nýju, því alt var þetta að hruni komið og stjórnin lagði fé til bygginganna. Gísli biskup var starfsamur og virtur og vinsæll af öllum, þótt hann væri einbeittur og stjórn- samur; hann var einkar gestris- inn og ör af fé við fátæka og öllum sýndi hann óeigingjarna hjálpfýsi, sem til hans leituðu. Hann þótti skörulegur ræðumað- ur í kirkju og kennimannleg tign var yfir allri framgöngu hans. Hár var hann og mikill vexti, en í hjarta auðmjúkur og lagði alt á vald og vilja Drottins.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.