Ljósberinn


Ljósberinn - 08.04.1933, Page 1

Ljósberinn - 08.04.1933, Page 1
Gcísli Magnússon. (f. 1712, d. 1779) Engum þótti fýsilegt að taka við bisk- Upsstólnum á Hólum eftir Iialldór bisk- up. Gísli var þá sóknarprestur á Staða- stað. Danska stjórnin gat loks fengið hann til að gefa kost á sér, því að hann var vel efnum búinn. Þegar hann var tekinn við embætt- inu, gerði hann það, sem hann gat til að hjálpa og leiðbeina prestunum í bisk- upsdæmi sínu og halda uppi sikólanum á Hólum; Hálfdán Einarsson, tengdasonur biskups, hinn lærð- asti maður, studdi biskup í því með ráðum og dáð. Biskupi tókst líka að fá bygða nýja dómkirkju og flest staðarhús að nýju, því alt var þetta að hruni komið og stjórnin lagði fé til bygginganna. Gísli biskup var starfsamur og virtur og vinsæll af öllum, þótt hann væri einbeittur og stjórn- samur; hann var einkar gestris- inn og ör af fé við fátæka og öllum sýndi hann óeigingjarna hjálpfýsi, sem til hans leituðu. Hann þótti skörulegur ræðumað- ur í kirkju og kennimannleg tign var yfir allri framgöngu hans. Hár var hann og mikill vexti, en í hjarta auðmjúkur og lagði alt á vald og vilja Drottins.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.