Ljósberinn


Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 2
98 L JÖSBERINN « eftir curm Cáicusdíttwp, fyfír „ijosbet'ansr IV. »Af hverju á ég ekki mömviu?« Frænka var hraðstíg á leiðinni heim. Rúna litla átti fult í fangi með að fylgja, henni eftir, og hljóp hún þó alt af við fót. Lítið töluðu þær saman á leiðinni, en í hvert skifti sem börnin á götunni köll- uðu til Rúnu og heilsuðu henni, þegar hún gekk fram hjá, þá tók frænka fast- ara utan um litlu hendina, sem lá í lófa hennar, og herti til muna á göngunni. Rúna þorði ekki að gá að því sem fyr- ir augun bar á leiðinni, þó þar væri margt að sjá, sem henni þótti gaman að, og hana dauðlangaði til þess. Það var t. d. verið að járna hesta fyrir fram- an smiðjuna hans Steins járnsmiðs, og þar var samankominn stærðar barna- hópur, sem horfði með mikilli gaum- gæfni á hestajárninguna. Ætli það hefði verið notandi fyrir Rúnu litlu að slást í hópinn! Ekki var hættan á að hann Steinn járnsmiður amaðist við henni, eins og hann var barngóður! Þá var það einmitt um þetta leyti, sem krakkarnir í Haga, hún Dísa og hann Jói væru vön að koma með kaupstaðar- kýrnar úr haganum. Dísa og Jón ráku kvrnar úr haganum. Dísa og Jói ráku Rúna hjálpað þeim til að koma kúnum heim og hafði Dísa lofað henni berjum fyrir hjálpina. Rúna beið þess með óþreyju, að Dísa efndi loforðið. Og nú atvikaðist það þannig, að Dísa var með eitthvað af grænjöxlum í húfunni sinni; þegar hún kom auga á Rúnu álengdar, hrópaði hún því hástöfum: »Halló — Rúna komdu nú er ég með berin handa þér!« Það var erfitt að standast annað eins tilboð! Rúna litla leit um öxl, losaði höndina úr lófa frænku sinnar og ætl- aði tafarlaust að hlaupa til Dísu. En frú Steinvör stöðvaði hana' með sterku hendinni, sem greip fast utan um litla lófann. »Hvað er þetta, barn, — hvert ætl- arðu eiginlega? < spurði hún og horfði byrst á Rúnu. »Hún Dísa er með ber handa mér,« stamaði Rúna. »Má ég ekki fara til hennar, bara allrasnöggvast?« Bláu augun mændu biðjandi og róm- urinn var eins og blíðasti vorblær. En frænka sagði aðeins: »Berin eru ekki fullsprottin ennþá— þau eru óholl. ég leyfi þér ekki að bragða þau.« Rúnu varð það ljóst, að málið var út- rætt. Hún hreyfði því heldur ekki frek- ar, en ekki gat 'hún stilt sig um að líta við og horfa á eftir þeim Dísu og Jóa, þar sem þau þrömmuðu á eftir kúa- hópnum og veifuðu kaðlaspottunum sín- um, til þess að reka á eftir kúnum, en þær fóru sér þó ofur hægt, þungstíg- ar og letilegar, með jórturtuggurnar á milli tannanna. Rúna litla stundi við. En hvað þau

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.