Ljósberinn


Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 6
102 L JOSBERINN heldur góðra. hafna og fengsælla sker- garða og upp frá þeim frjósams meg- inlands, þar sem epli þroskast að fullu, þar sem hver blettur er skemtigarður, og hver bær opin sögubók og hver að- alsgarður minningarmark og hver kirkja leiði kappanna. Eg ræð þér til að velja Finnlandx Þá mælti herforingi: »En eruð þið þá ekki allir frá Finnlandi?« »JÚ, það erum vér,« sagði skógarvörð- ur, »nú er það orðið sameiginlegt nafn allra þessara héraða. En í fyrndinni var Mynd frá Vébjörgum. það eigi nema suðvesturhornið á land- inu, sem hét því nafni, en það var hérað- ið sitt hvoru megin Aurojaki-elfar. Nú er það hérað kallað hið eiginlega Finnland til aðgreiningar frá landinu í heild sinni.« »Sú öld er nú liðin, þegar Ábó-landið var bezt,« sagði ríkilátur herramaður. »Leitir þú hins bezta, þá skaltu kjósa Nýjaland. Vér, sem þar búum, erum auðugastir. Þar er nú fleira en fjöll og vötn, skerjagarðar, ár, flóar og skag- ar; hjá oss eru námur, skip, vinnustof- ur, óðul, hafnir og kastalar. Ekkert hér- að í þessu landi kemst í samjöfnuð við Nýjaland.« »Heyrið þið hvað hann segir!« hróp- aði þá bóndi nokkur, sem stóð hjá vagn- hlassi á torginu, klæddur síðum frakka. »Alt Nýjaland getur staðið í einu horn- inu á. Kareléni. Viltu eignast landið, þar sem sólin rennur Upp? Viltu róa með ströndum tveggja hafa, Finska flóans annars vegar og Ladoga-vatns hins veg- ar? Viltu eiga ása og stöðuvötn, svo mörgum hundruðum skifti og fossa og kvarnarberg; eða tignarlega elfi, eins og Vuoksi? Viljir þú hlýða á gamlar sögur, viljir þú svífa yfir endalaus ör- æfi eða saga þér planka í dimmum furu- skógum, þá ræð ég þér til að kjósa Karelén. Ekkert hérað jafnast á -við það.« »Ég er orðinn leiður á að hlusta á þennan stöðuga són ykkar um hafið,« sagði digur og skrafhreifinn . smjör- kaupmaður. — »Hvað kemur hafið oss við, oss, sem getum siglt þrjátíu milur, frá einu stöðuvatninu í ann- að! — Herforingi, þú ættir að sjá Saima blika í sólskininu og heyra í fjarska niðinn í Imatra og sjá fögru skerjagarðana á landi uppi af Punkaharjus-ási, þá mundir þá áreið- anlega aldrei kjósa þér annað hérað en Savolaks. Ég ætla ekki að fjölyrða um búnað vorn og plóglönd og sögunar- myllur. En hefir þú heyrt nýju vísurn- ar okkar?« Loks gekk fram gamall og grettur bjarnaveiðari og sagði við herforingja: »Ég veit, að ég kem altof seint, en það kemur seinast, sem bezt er. Þú getur leitað um gervalt landið okkar með log- andi ljósi; en þú finnur aldrei nokkurt hérað, sem betra sé en Tawastland. Þú finnur hvergi í víðri veröld línakra,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.