Ljósberinn


Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 22.04.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 99 áttu gott, liún Dísa og hann Jói! Parna löbbuðu þau hásyngjandi, sólbrend og berjablá, og svo kát, eins og þau ættu allan heiminn! Og þó var Dísa í stag- bættum kjólgarmi, með íslenzka skó- raifla á fótunum! Rúnu varð ósjálfrátt litið á gljáandi svörtu lakkskóna sína. Gat hún öfundað hana Dísu? Rúna litla var gott barn og öfund- aði engan, - - en af hverju hélt hún frænka svona fast um hendina á henni, og af hverju mátti hún ekki fá berín hjá henni Dísu? — Oddný gamla sat með prjónana sína hjá glugganum, þegar frænkurnar gengu framhjá. Rúna skotraði augunum upp í glugg- ann, sem allra snöggvast, og augu henn- ar mættu mildu augnaráði, sem sagði eitthvað á þessa leið: »Því ertu hrygg á svipinn? Sjáðu blessaða sólargeislana! Líttu á fallegu blómin! Láttu ekki liggja illa á þér, indæla barn!« Övíst er, hvort Rúna litla skildi augnaráðið, en ekki gat hún stilt sig um að kinka kollinum framan í gömlu, góðlegu konuna og brosa um leið, þó brosið hennar væri að þessu sinni óvanalega dapurt. »Hverjum ertu að heilsa?« spurði frænka, sem hvorki hafði litið til hægri né vinstri, fremur en vandi hennar var, er hún var á gangi um kaupstaðinn. »Henni Oddnýju,« svaraði Rúna. »Sjáðu, hún situr við gluggann.« »Heldurðu að ég sé að gægjast inn um glugga hjá fólki?<< spurði frænka. »Veiztu ekki, að það er sá mesti ósið- ur, og að þú átt aldrei að gera það.« »Eg var ekkert að gægjast,« sagði Rúna angurvær. »Hún brosti til mín út um gluggann og þá brosti ég bara aft- ur til hennar.« »Æ, þú ert flón!« sagði frænka. »Flón- in halda æfinlega að þau eigi að brosa framan í alla, sem vilja viðra sig eitt- hvað upp við þau.« »Ég skil ekki þetta,« sagði Rúna litla ofur einlægnislega. »Jæja, við skulum þá ekki tala meira um það, Rúna litla,« svaraði frænka hennar, öllu blíðari á manninn. Frænka liringdi dyrabjöllunni hvað eftir annað, án þess að nokkur kæmi t'l dyra, og var þolinmæði hennar því nær þrotin, er Soffía kom loksins og lauk upp fyrir henni. »Mér þykir þér æði sein til svars‘,« sagði frænka og horfði ávítandi á Soffiu. »Hafið þér svona mikið að gera, að þér megið ekki vera að fara til dyra, þegar hringt er?« »Afsakið, frú Steinvör,« svaraði Soff- ía í auðmjúkum róm. »Ég var ofurlítið »upptekin« í augnablikinu, og tók ekki eftir hringingunni.« »Við hvað, má ég spyrja?« spurði frúin. »H-ú-n var hjá mér gamla konan hún Oddný,« sagði Soffía stamandi. »Þetta er ekki satt, Soffía,« greip frúin fram í. »Oddný sat við gluggann hjá sér, rétt áðan, þegar við gengum fram hjá kofanum þeirra. »Hún hefir þá verið alveg nýkomin heim til sín, því hún var hér rétt áðan. Hún var að hugsa um að bíða eft- ir yður, frú, en hætti við það, af þvi Jóakím gamli var aleinn heima, og hún sa.gði, að hann væri svo lasinn núna.« »Hvaða erindi átti hún?« spurði frú- in. »Vissuð þér það?« »Já, hún var að koma með sendibréf til yðar — hún sagði, að þér könnuðust við það — ég bauðst til að taka við bréfinu, en það var engu líkara, en að hún væri hrædd við að afhenda mér það; samt tók ég nú við því á endan- um -— ég lagði það inn í skrifstofu sýslumannsins.« »Var hann heima?« spurði frú Stein-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.