Ljósberinn


Ljósberinn - 20.05.1933, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 20.05.1933, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 131 að hún gæti leikið sér þar, en Wolfgang var þann daginn fálátur, venju frem- ur, þegar þau komu út að einu tré, háu og skuggasælu, þá segir hann við syst- ur sína: »Hérna er góður staður tii að gera bæn sína.« »Um hvað eigum við þá að biðja?« spurði systir hans. En hann' spyr aftur á móti: »Hefir þú alls ekki tekið eftir því, hve pabbi og mamma eru döpur í bragði? Pess vegna datt mér í hug, að við skyldum rölta hingað og biðja fyrir þeim. Mamma er hætt að brosa og pabbi næstum því líka. Og það getur ekki verið af öðru en því, að þau hafi lítinn mat handa okkur. Við skulum því biðja Guð að hjálpa þeim.« Systir hans var fús til að biðja með honum. Pau krupu nú bæði til bænar undir trénu og hrópuðu til Guðs á sinn barnslega hátt og báðu hann að hjálpa pabba og mömmu; þau báðu Guð líka að hjálpa sér til að verða foreldrum sín- um til gagns. Þegar bæninni var lokið, spurði Anna: »Hvernig ætli við gætum hjálpað pabba og mömmu?« »Geturðu ekki skilið það?« sagði Wolf- gáng, »hjarta mitt er fult af tónum og bráðum get ég spilað fyrir auðuga menn og volduga og þeir munu borga mér fyrir það. Pá peninga gef ég svo pabba og mömmu, og þá höfum við öll nóg að borða. Verið getur, að það fé hrökkvi fyrir heilli höll, og þá búum við í höll- inni og eigum góða daga.« Wolfgang litli var varla búinn að sleppa síðasta orðinu, þegar maður gekk til þeirra, höfðinglegur og vel búinn, og tók að yrða á þau. Anna sagði mann- inum þá í barnslegri einfeldni sinni, að bróðir sinn væri að hugsa um að verða mikill hljcðfærameistari og græða á því fé, svo að þau þyrftu ekki altaf að eiga við svona mikla fátækt að búa.« Þá svaraði maðurinn: »Pegar Wolf- gang er búinn að læra á hljóðfæri, þá getur h.ann ef til vill orðið hljóQfæra- leikari.« Anna hclt, að þess væri nú skamt að bíða, því að Wolfgang væri þegar far- inn að leika á hljóðfæri og tækist það einkar' vel, þó hann væri ekki nema tí ára. »Og sjálfur er hann búinn að semja mörg lög,« sagði. hún. ■— »Pað er ómögulegt,« sagði ókunni mað- urinn. »Komið þér heim með okkur,« ságði Mozart litli djarflega, »þá skal ég leika fyrir yður á hljóðfæri.« Ókunni maðurinn lofaði þá að koma samdægurs til þeirra. Þau héldu nú heim, systkinin, og sögðu pabba og mömmu frá öllu sam- an. Og er á daginn leið, kom sendimað- ur með margar stórar körfur, fullar af

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.