Ljósberinn


Ljósberinn - 20.05.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 20.05.1933, Blaðsíða 7
L JÓSBERINN 135 »Hún frænka vildi það,« svaraði Rúna. »En það gerir annars ekkert til, fyrst þú komst. Ég' skal sýna ■ þér öll gullin mín, og nýja brúðu, sem ég fékk í afmælisgjöf, hún getur talað.« »Talað!« hrópaði Dísa. »Já, hún segir bæði »pabbi« og »mamma!« Nú varð Dísa öldungis forviða og lék heldur en ekki hugur á að sjá því- líkt brúðugersemi. »Og ég á bollapör og eldavél með potti og pönnu, og það má elda í henni!« Dísa hafði aldrei heyrt getið um ann- að eins. Nei, það var ekki ofsögunum sagt af dýrðinni í sýslumannshúsinu! »Og svo skal ég sína þér í kommóðu mína!« hélt Rúna áfram. Ég fer bara ofan á g'ólf í náttkjólnum, það gerir ekk- ert til!« »Æ, það er gott að hún er orðin glöð aftur,« hugsaði Soffía með sér, á með- an hún var að tvílæsa herbergishurð- inni að utanverðu. »Það er svo sárt að sjá hana Rúnu litlu gráta!« Sóffía stakk lyklinum í vasa sinn og gekk ofan í eldhúsið. Frh. ----.-<>«9«»-.- Jesús læknirinn. Svo kalla Iíínverjar Jesú, þegar þeir leita lækningar hjá sendiboðum hans, kristniboðupum. »Hvað gengur að þér, Ma Li? Hví grætur þú svona?« spurði kínversk kona, -er hét Wang-Te-Schau, og var nærri blind af elli. Hún var grannkona Ma Li og hafði heyrt hljóðin og kvein- stafina í henni. »Sonur minn, sonur minn,« æpti Ma Li, »hann verður fótlama alla sína æfi.« »Onei, Ma Li, svo slæmt er það víst ekki,« sagði gamla konan hughreyst- andi, »fóturinn kemst aftur í samt laa' með tímanum.« »Já, ég vonaði það nú líka, en í stað þess að batna, fer hann altaf versn- andi. Ég' vildi óska, að hann gæti kom- ist. undir hendi kvenlæknisins útlenda á kristniboðsstöðinni. Ég hefi haft und- ursamlegar fregnir af henni. En þang;- að er óravegur. Drengurinn getur ekki í fótinn stigið og ekki get ég borið hann. Eg gæti aldrei staulast þangað á litlu og bundnu fótlingunum mínum. Nei, ég sé engin ráð til að hjálpa honum.« »Segðu það ekki,« sagði gamla kon- an. »Ég get borið hann þangað. Fæt- urnir á mér hafa aldrei verið bundnir, svo að ég get gengið fullum fetum. »Vilt þú bera hann? En þú ert þó næstum blind, þú getur ekki ratað.« »Já, blind er ég að sönnu, en sonur þinn hefir góða sjón. Við getum spurt til vegar.« »En hann er þyngri en svo, að þú getir borið hann alla leið. Hann er níu ára, enda þótt hann hafi lézt talsvert, síðan hann slasaðist.« Sá varð endirinn á þessu máli, að gamla, blinda konan lagði af stað morg- uninn eftir með drengirin á bakinu. Ilenni varð erfitt um gönguna og tók það mjög á krafta gömlu konunnar. En loks komst hún þó til hinnar miklu borgar, en erfitt gekk henni, þegar þangað kom, að finna kristniboðsstöð- ina. Þegar hana bar að veggjum sjúkra- hússins, þá heyrði hún kórsöng óma út úr bænhúsinu. Kristniboðarnir voru að halda morgunbæn sína. En nú var gamla konan orðin alt of þjökuð, til þess að hún gæti heyrt nokk- uð eða skilið. Kínversk hjálparkona á sjúkrahúsinu, sem tekið hafði kristni, hafði veitt komu hennar eftirtekt, og hljóp því niður að hliðinu, til að hjálpa henni inn, en tók þó fyrst af öllu dreng- inn sér á arma. Það var nærri troðfult í biðstofunni. En samt tókst að fá sæti handa Wang

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.