Ljósberinn


Ljósberinn - 20.05.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 20.05.1933, Blaðsíða 8
136 LJOSBERINN gömlu. En jafnskjótt sem hún,var sezt, seig á hana svefnhöfgi af þreytu. Og hún vaknaöi ekki aftur, fyr en kven- lseknirinn lagði höndina á öxl bennar ógn blíðlega og mælti: »Þú ert langt að komin, gamla mín. Segðu mér nú, hvers þér er vant. Ég get máske hjálpað þér.« Iljálpað mér! MérV« sagði gamla konan og reisti sig-uþp. »Eg er ekk: kornjn hingað vegna mín sjálfrar. Fg var að bera hingað son grannkonu minn- ar. Hún gat ekki farið með hann sjálf. 0, líknsama kona, ég bið þig að beita undursamlegu meðulunum þínum viö drenginn, og í móti vil ég gefa þér það af lííi mínu, sem ég á eftir ólifað.« »Ég er nú þegar búin að veita dreng-n- um læknishjálp,« svaraði læknirinn; drengurinn var þá búinn að segja henni alla söguna af þeim. »Ég vona að hanr. komist bráðlega á kreik aftur, með Guðs hjálp. En lofið mér nú að skoða yður dálítið. Þér þurfið líka lækningar við.« »Eg, af hverju ætti ég að læknast? Það gengur ekkert að mér, nema lít- ilsháttar þreyta.« »En ef þér gætuð fengið bót á sjón- deprunni?« »Fengið bót á sjóndeprunni!« Gömlu konunni varð reglulega bilt við. »Gnei, það hefir mér nú aldrei dottið í hug. Eg veit, að það er ómögulegt.« »En ég sé það á augunum í þér, gamla' mín, að ég get bætt sjónina þína, með Guðs hjálp. Blindunni veldur himna, og sé hún tekin burt, þá fær þú sömu sjón og áður.« Þetta þótti gömlu konunni ótrúlegt mjög, en þó lét hún lækninn táka sig til meðferðar. Og þetta undur varð. Þegar bindið var leyst af augum gömlu Wang, sem hún hafði haft um tíma, þá sá hún alt glögt. Það var dásamleg stund. Litli drengurinn, Sing-Wah, stód hjá rúminu .hennar og var ennþá hrifn- ari en hún var sjálf. Þarna stóð hann heill og hraustur. Veiki fóturinn var orðinn álheill. »Nú förum við heim til mömmu,« sagði hann, og gleðin skein af ásjónu hans. »Nú get ég gengið og þú liefir fengið sjónina. Nú skulum við fara heim og segja mömmu og þeim hinum frá Jesú -— lækninum, sem hefir lækn- að okkur.« »Já, barnið gott, það skulum við gera,« svaraði gamla konan, »Jesú- læknirinn hefir gert dásamlega hluti. Nú skulum við segja frá kærleika hans og gæzku.« Og þau efndu það heit sitt. (Sjá Lúk. 18, 35.-43.). »Vor mikli læknir hann er hér, vor hjartans vinur, Jesús; I hverri þrenging hjálp oss tér og huggun veitir Jesús. Lofaður sé vor læknir Jesús.« . , X X ss N m FrójlíiLr oi skemtnn. vmwmx Elili'jöll á íslandi. Þau munu vera yfir hundrað að tolu. Frá upphafi íslandsbygðar hafa 25 þeirra gosið, og sum mjög oft, eins og t. d. Hekla, sem hefur gosið nær þvl 20 sinnum. Næst henni er Katla að gosafjölda. Hún ei- í Mýrdals- jökli og hefur komið af stað ógurlegum jök- ulhlaupum. 1 fornöld voru stórar og breiðar bygðir þar sem nú er Mýrdalssandur, en Katla hefir eytt þeim öllum með jökulhlaupum, nema Álftaveri, en því hlífa hraunhÖlar nokki- ir, sem stöðvað hafa hlaupin. Sjahlg&f vitnl. Ákíwðl: »Ég kalla himin og jörð til vitn- is um að ég er sakl'aus!« Démarinn (heyrnardaufur): »Gerio þér svo vel að láta vitnin koma inn, svo að ég' geti yfirheyrt þau.« Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.