Ljósberinn - 20.05.1933, Blaðsíða 5
L JÖSB ERINN
133
Soffía settist á rúmstokkinn, og
strauk ljósu hárlokkana frá bjarta enn-
inu.
»Láttu ekki liggja illa á þér, Rúna
mín!« sagði hún til þess að segja eitt-
hvað, en hún fann það vel hve orð henn-
ar voru fátækleg og ófær um að hugga
harmþrungið barn, sem fyrsta skifti
kvartaði upphátt um móðurleysi; Soffía
hafði aldrei héyrt Rúnu litlu inna í þá
átt fyr.
»Láttu ekki liggja illa á þér, Rúna
mín>« endurtók Soffía með klökkri i’ödd.
»Og reyndu að fara að sofa. Pað er svo
gott að sofa, þegar illa liggur á manni.
Svefninn svæfir harminn og draumarn-
ir leiða mann inn í dýrindis hallir og
fögur æfintýri. Já, Rúna mín, ég man
víst þegar ég var lítil og sofnaði stund-
um skælandi út af einhverju, sem mér
fanst voða sárt, en þá vaknaði ég .oft
hlæjandi, af því mig dreymdi svo
skemtilega.
En Rúna leit döprum augum á Soffíu,
og sagði afar i’áunamædd:
»En ég er ekkert syfjuð, og ég get
ekki sofnað.«
Soffía ætlaði að fara að svara henni,
en þá var drepið að dyrum, svo undur
hægt, að tæplega heyrðist.
»Hver er að koma?« spui’ði Rúna óg
reisti höfuðið frá koddanum og horfði
forvitin á hurðina.
»Ætli það sé nokkur að koma núna
hingað upp?« sagði Soffía. »Eg skal
annars gá að því.«
Lítil stúlka stóð á ganginum fyrir
framan hurðina. Hún var rjóð í andliti,
sólbrend og freknótt; andlitið glóði eftir
nýafstaðinn sápuþvott, og stuttklipt
hárið þyi'laðist undan heklaðri húfu,
sem huldi aðeins bláhvirfilinn.
»Gott kvöld,« sagði telpan djarflega,
og virti Soffíu fyrir sér með stórum,
grábláum augum. »Er hún Rúna
heima?«
Soffía smeygði sér fram fyrir hurö-
ina og hallað) henni aftur (á eftir sér,
áður en hún svaraði þessum óvænta
gesti.
»Já, heima er hún að vísu,« sagði
Soffía. »En hún er háttuð.«
Telpan varð vandræðaleg.
»Ég var hérna með ofurlítið af liræki-
berjum handa henni,« sagði hún. »Ég
var búin að lofa henni þeim. Ég hugs-
aði, að hún sækti þau til mín, en hún
kom ekki, svo ég varð að fara sjálf
með þau, því annars hefðu krakkarn-
ir sníkt þau út úr mér.«
»Það er leiðinlegt!« sagði Soffía. »Eh
Rúna er háttuð og á að fara að sofa,
svo að ég er hrædd um, að þú fáir ekki
að koma inn til hennar í kvöld.«
Litla stúlkan vax'ð nærri því rauna-
leg í bragði. er hún sagði: »Ég bið þá
bara að heilsa henni!« Og hún horfði
með löngunarfullu augnaráði á hurðina,
sem lokaði fyrir henni þeirri paradís