Ljósberinn - 23.09.1933, Síða 5
L JÖSBERINN
273
Satja efíir
" GuíScunu Cátusdottur,
vikub fy fir . ^
„tjósljerann'í
»Eins og ég fari að tala, um það!«
sagði Lilla og lét sem henni mislíkaði,
»það er naumast að þú heldur að ég sé
þagmælsk!«
»Þú mátt ekki móðgast af þessu,
góða,« sagði Soffía angurvær. »Ég veit,
að það er óhætt að treysta þér.«
»En hvað ætli ég hugsi eiginlega?«
sagði Lilla alt í einu og spratt upp úr
sæti sínu. »Að sitja hér og masa eins
og ég hafi alls ekkert að gera. Jú, það
er nú því líkt! Ég sem bæði á að baka
og steikja og þvo alla borðdúkana. Frú-
in lagði svo fyrir áður en hún fór út,
hún skrapp eitthvað ofan eftir, og dubb-
aði sig í nýju kápuna með stóra hattinn.
Kannske hún hafi búist við að mæta
lækninum, ha, ha, ha! — En Soffía, nú
skal ég segja þér dálítið — farðu nú inn
til hennar Rúnu, á meðan kerlingin er
ekki heima.«
»Þarna gafstu mér gott ráð,« sagði
Soffía alls hugar fegin. »En blessuð
gerðu mér aðvart, ef þú sér til hennar.«
»Auðvitað!« sagði Lilla.
Rétt á eftir hljóp Soffía upp stigann.
Hún drap blátánum við þykku flos-
ábreiðuna í stiganum, og hélt niðri í
sér andanum, eins og hún væri hrædd
um að hún vekti einhvern. Hún skund-
aði að dyrunum á herberginu hennar
Rúnu litlu, þar staðnæmdist hún andar-
tak og lagði eyrað að hurðinni, til þess að
vita, hvort hún heyrði ekki eitthvað til
barnsins, en svo var eigi. Soffía tók í
hurðarlásinn og ætlaði að ganga inn, en
hurðin var harðlæst. Þá gægðist hún
inn um skráargatið, en hún gat ekki
séð nema svo litla spildu af herberginu,
og þar var hvorki Rúna né rúmið
hennar.
Soffía bar þá munninn að skráargat-
inu og kallaði inn:
»Rúna mín, ertu þarna, elskan?«
Ekkert svar.
Soffía hækkaði róminn:
»Það er ég — það er hún Soffa þín —■
opnaðu fyrir mér ef þú getur.«
Ofurlítið þrusk heyrðist inni í her-
berginu, og stundarkorni síðar sá Soffía
þá sjón, sem leið henni seint úr minni.
Að vísu var það Rúna litla, sem kom
til dyranna, en glaðværðarsvipurinn var
svo gersamlega horfinn af andliti henn-
ar, að hún líktist miklu fremur gam-
almenni en barni. Hún læddist yfir
gólfið og skimaði óttaslegin til allra
hliða, eins og hún væri að foröast eitt-
hvað óguríegt. Hárlokkarnir hennar
voru úfnir og hengu ofan í augun, sem
gægðust út undan þeim full af þögulli
angist og skelfingu, sem gekk Soffíu svo
til hjarta, að henni lá við gráti.
Rúna gekk fast að hurðinni og hvísl-
aði kjökrandi í gegn um skráargatið:
»Það má, enginn opna, það er hérna
lítill fugl, sem á að vera í búrinu sínu.
Enginn má opna — uss — uss — hafðu
ekki hátt. Rúna er sofnuð — hún var