Ljósberinn


Ljósberinn - 23.09.1933, Page 6

Ljósberinn - 23.09.1933, Page 6
274 LJÖSBERINN vond. Frænka segir að hún eigi að sofa — altaf að sofa sofa!« »Rúna mín!« hrópaði Soffía. »Reyndu að opna hurðina, barn! Eg' ætla að koma inn til þín og vera hjá þér.« »En Rúna svaraði með sömu hvísl- andi kjökurröddinni: »Nei, nei. Enginn má koma - frænka segir það. Rúna á að vera ein — alein.« »Guð hjálpi mér!« veinaði aumingja Soffía, og greip hendinni í hurðarlás- inn sér til stuðnings. »Er barnið orðið truflað?« »Eg má koma inn til Rúnu minnar,« sagði hún þvínæst og reyndi til að vera róleg. »Nei, nei, enginn má koma. Rúna er sofnuð og fuglinn flýgur út. Aumingja litli fuglinn. Vængirnir hans eru bundn- ir, og búrið hans er læst, en hann fer samt burt, ef nokkur kemur inn!« Pað var þvílíkur hreimur í röddinni, sem hvíslaði í gegnum skráargatið, að Soffíu féll allur ketill í eld. En nú var ekki um annað að gera en að reyna að koma barninu til hjálpar, losa hana við hræðsluna og hinar skökku hugmyndir, sem hræðslan hafði vakið hjá henni. »Eg sæki sýslumanninn sjálfan,« sagði Soffía upphátt við sjálfa sig. »Það er bezt, að hann sjái það sjálfur, hvernig hún systir hans fer með elsku blessað barnið.« Soffía vatt sér í skyndi ofan stigann. Hún drap að dyrum á skrifstofu sýslu- mannsins. Hún vissi það svo sem, að hann lagði blátt bann við því, að heim- liisfólkið ónáðaði hann um skrifstofutím- ann, en Soffía setti það ekki fyrir sig. Angistarfullu augun og kjökrandi rödd- in hennar Rúnu litlu máttu sín miklu meira hjá henni, heldur en alt annað. Loks var sagt »kom inn!« Soffía lauk upp hurðinni og gekk inn fyrir. Sýslu- maðurinn sat við skrifborðið hjá glugg- anum og sneri baki að dyrunum. Hann leit um öxl, og er hann sá Soffíu, sem stóð frammi við dyr, náföl í andliti með yfirbragð, sem bar vott um áköfustu geðshræringu, spurði hann með ákefð: »Það gengur ekkert að mér,« svar- aði Soffía og var örðugt um mál. »En ég kem hingað til þess að kæra fyrir yður meðferðina á barninu yðar-------« Soffía þagnaði alt í einu. Sýslumað- urinn spratt upp úr sæti sínu, gekk feti nær henni, hvessti á hana .augun og sagði byrstur: »Við hvað eigið þér, manneskja? — Eruð þér með öllu ráði?« Þá hló Soffía kuldahlátur. »Já, ég er með öllu ráði,« sagði hún. »En það er ekki víst að barnið yðar sé það.« Sýslumaðurinn starði orðlaus á hana, og Soffía notaði þögn hans til þess að halda áfram erindi sínu. »Rúna litla, einkabarnið yðar, sýslu- mannsins, er höfð sem fangi í föður- húsunum. Hún er lokuð inni, einsömul, þetta viðkvæma, lítilsiglda barn! Skiljið þér það ekki, hver áhrif það getur haft á hana — þess konar ofbeldi getur lam- að þá, sem eru sterkari heldur en Rúna litla! — Komið þér með mér og sjáið með eigin augum, hvort ég segi ekki satt!« Soffía réði tæplega við orð sín, þau streymdu af vörum hennar, viðstöðu- laust; harmurinn og gremjan, sem bjó henni í huga, braust nú út eins og lækur í vorleysingu, sem brýtur af sér klaka- böndin, og fer leiðar sinnar frjáls og hlakkandi. En sýslumaðurinn horfði á hana með kalt vantrúarbros á vörunum. Það var auðséð, að hann lagði alls engan trúnað á orð hennar. »Það er bara alveg hreint voðalegt að

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.