Ljósberinn - 01.01.1942, Qupperneq 4

Ljósberinn - 01.01.1942, Qupperneq 4
eTíýff náðarar. Kæru leséndur Ljósberans! Nú hefir Guð leitt okkur inn í nýtt náðarár. Mikið megum við lofa hann fyrir það ár, sem liðið er. Við hugleiðum það of sjaldan, hvílíkar eru náðargjafir Guðs. Og einmitt af því gleymum við Líka svo oft að ’ifa ems og Guð vill að við lifum. En eigum við nú ekki að ganga inn í þeíta nýja ár með þeirri heitstrengingu í hjarta, að bæta allt, sem miður hefir farið í lífí okkar á liðna tímanum. Lifa Guði velþóknanlegu lífi. Þið eigið að vera hlýðin foreldrum ykkar og kenn- urum, sannorð, siðprúð og ráðvönd. Þið eigið ekki að blóta eða hafa ósœmilegan munnsöfnuð. Blessuð Ljósberabörn! V arizt Ijótt orðbragð! Þið, drengir og stúlkur, sem hafið vanið ykkur á eitthvað, sem er Ijótt, það er erfitt fyrir ykkur að venja ykkur af því. En munið eftir því, að þið eigið frelsara. Hann, sem fæddist á jólunum. Trúið á hann og biðjið hann, þá mun hann hjálpa ykkur til að losna við hinar vondu ástríður og tilhneigingar. Jesús er bezti vinurinn ykltar. Ef þið gangið í þetta nýja ár með hans nafn í hjarta og á vörum, þá mun hann hjálpa ykkur til að »þroskast að vizku og aldri og náð hjá Guði og mönnum* og það sé og veri ætíð takmark okkar allra. Ljb. 1925.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.