Ljósberinn - 01.01.1942, Blaðsíða 12
10
LJÖSBERINN
THEODÓR ÁRMASON:
VAR
[Frh.] Ég fór snemma að nauða um
það við foreldra mína, að þau gæfu mér
skíði. Og til þess að friða mig, var gripið
til þess algenga ráðs, að gefa mér fyrst
tunnustafi með ánegldum táböndum. En
satt að segja eru slík »skíði« háskagripir
og alls ekki til þess fallnir, að á þeim
g e t i krakkar lært á skíðum, — það er
eiginlega hvorki hægt að ganga á þeim,
eða renna sér á þeim, þó að ekki væri nema
ofan af mykjuhaug. Enda voru þessir
tunnustafir líklega eina leikfangið, sem
faðir minn gaf mér í bernsku, sem ég' var
ekki ánægður með.
En því meiri varð þá gleðin yfir því,
þegar hann gaf mér fyrstu skíðin. Ég hekl
ég hafi aldrei á æfinni verið eins glaður
yfir nokkurri gjöf, annari en fyrstu fiðl-
unni, sem foreidrar mínir gáfu mér.
Afmælið mitt er snemma í desember,
og þó að skammt væri þá til jóla og jóla-
gjafa, var mér allt af gefin einhver af-
mælisgjöf. Desembermánuður var þess
vegna langsamlega merkilegasti og á-
nægjulegasti mánuðurinn í öllu árinu, fyr-
ir mér, — samanhangandi til-hlakk og
fögnuður. Mér er sérstaklega minnisstæð-
ur afmælisdagurinn, þegar ég fékk skíð-
in, fyrir tvennt: ég var svo yfir mig glað-
ur fyrst um morguninn, — en svo fádæma-
hryggur litlu síðar, þegar mér var sagt
að úti væri glórulaus bylur.
Ég vaknaði fyrir allar aldir, — og glað-
vaknaði strax, því að ég vissi svo sem
hvaða dagur var, Og það var venjan, að
mér voru gefnar afmælisgjafirnar »á rúm-
ið«. Og nú var ekki hægt að sofa, —
»spenningurinn« var svo mikill. En þau
sváfu enn, pabbi og mamma, — og' ég
mátti ekkert láta á mér bera, og það var
þyngri þrautin. Ég' ætlaði nú samt að reyna
að þrauka þetta og liggja kyrr, eins og
mús undir fjalaketti. Ég ætlaði bara að
láta fara sem bezt um mig í rúminu, og
bylti mér eitthvað til í þeim tilgangi. En
þá- gerðist einhver ósköp. Það varð sá
dómadags hávaði, rétt eins og húsið væri
að hrynja. En það var eins og það væri
af mínum völdum, og rétt hjá rúminu
mínu. Pabbi og mamma vöknuðu með
andfælum, og ég heyrði að mamma hljóð-
aði upp yfir sig og spurði, hvaða óskapa
undirgangur þetta væri, en pabbi svar-
aði undur rólega:
»Það er víst bara rétt að byrja, afmæl-
ið hans Tidda«. Síðan kallaði hann til mín,
í myrkrinu:
»Ert þú vaknaður, Tiddi minn, eða erl
þú að ganga í svefni — á skíðum!«
Ég tókst á loft í rúminu. Þetta eru þá
s k í ð i! Og það reyndist rétt vera. Þ\ í
að nú fór pabbi fram úr og kveikti á lamp-
anum. Og þá sá ég að þarna lágu skíði
og eitthvað fleira í hrúgu á gólfinu. Pabbi
hafði reist skíðin upp við rúmstokkinn hjá
mér, kvöldið áður, þegar ég var sofnaður,
og ætlast til að ég fyndi þau, þegar ég
vaknaði. En það hafði. ekki verið gert ráð
fyrir þessum óskapagangi. Og þarna var
fleira en skíðin. Þar var líka rauður eik-