Ljósberinn - 01.01.1942, Qupperneq 6

Ljósberinn - 01.01.1942, Qupperneq 6
4 LJOSBERINN LOFTSKEYTAMEHN Það er ekki ýkja langt síðan, að í'arið var að nota loftskeytatæki á skipum. Fyrst framan af voru þau aðeins sett í stór farþegaskip. Hér á landi þekktust þau þá eltki. En ungur maður, sem lesið hafði allt sem hann náði í um Marconi og þessa merkilegu uppgötvun hans, í erlendum blöðum og tímaritum, lók sig upp og fór tii utlanda, lærði »loftskeytafræöi« og gerðist loftskeytamaður á einu slíku skips- bákni. Þetta var Vilhjálmur Finsen, sem jiu er sendifulltrúi Islands í Svíþjóð. Hann var mörg ár í förum. En einu sinni fékk hann sér frí. Það var þegar Alþingi ætl- aði að ákveða um símasamband »milli lands og eyja« — eða milli meginlands- ins og Vestmannaeyja. Vildi hann þá láta taka upp loftskeytasamband til þeirrar þjónustu, og kom hingað í þeim erindum. Hann barðist fyrir þessari hugmynd sinni af miklum dugnaði og fékk í lið ineð sér marga merka menn, t. d. Björn heitinn Jónsson ritstjóra og ráðherra. En það er nú svo, að menn eru oft tregir á að trúa á það, sem þeir geta ekki þreifað á. Menn vissu að sæsíminn var nokkuð ábyggileg- itr, — þó að hann gæti slitnað. Um loft- skeytin vissu menn sára lítið, — töldu víst margir þau eins konar glingur, og nið- urstaðan varð sú, að samþykkt var að hafna þeim og leggja sæsíma til Eyja. Það var svo löngu síðar, að loftskeytastöð var reist hér, eða ekki fyrr en 1917, — og svo enn síðar, að talsamband komst á við útlönd, loftleiðis. — En eftir að ioft- skeytastöðin tók til' starfa, hefir það vei-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.