Ljósberinn - 01.01.1942, Page 8

Ljósberinn - 01.01.1942, Page 8
6 LJÖSBERINN Smásaga um litla Reykjavíkur-stúlku. Eftir Theociór Árnason [Frh.] Dídí svaf óværl um nóttina. Hún vaknaði nokkru fyrir miðnætti og fann þá einkum mikið til í hægri fætinum. Var það ekki óeðlilegt, því að kálfavöðvinn hafði verið svo mikið skemmdur, og lækn- irinn hafði þar að auki þurft að »krukka« talsvert í fótinn, bæði vegna heinbrots- ins og svo til að lagfæra vöðvann eftir því sem unnt var. Að öðru le.yti leið Dídí líka ónotalega, og einkum var henni ákaf- lega óglatt. En unga nunnan var alit af við hendina, þegar Dídí vissi eitthvað af sér og vildi allt fyrir hana gera. Og Dídí reyndi að ’narka af sér. Það var eins og hana langaði til að gera sem minnst ónæði. Það höfðu allir verið svo undur góðir við hana, og það út af fyrir sig var henni svo mikils virði. Undir morgun sofnaði hún þó all værl og svaf góðan dúr. Þegar hún vaknaði, heyrði hún, að einhver umgangur var um stofuna, meiri en verið hafði um nóttina, og það var líka miklu bjartara, — búið að kveikja á fleiri lömpum. Dídí fann nú minna til í fótunum, en leið þó hál f illa. Þó hafði hún nú rænu á því, að fara að hnýsast eftir hvað um var að vera, því að auðvitað var hún dálítiö forvitin, eins og að sagt er að þær séu margar »Evu-d<eturnar«. Hún tók tjald- gagn að loftskeytatækjunum. Þau eru að mestu leyli lokuð, þó að þau séu til á skipum. Og þó að hægt væri að nota þau í neyð, þá koma þau ekki að gagni í öll- um þeim æðisgangi, sem nú er á öllum á landi, lofti og sjó. En vissulega eru loftskeytin einhver þarfasta uppgötvun, sem gerð hefir verið í þágu sjómanna. Th. A. ið ofurlítið til hliðar og sá þá, að ekki vai nú annað um að vera en það, að ung stúlka var að þvo gólfið í sjúkrastofunni og önn- ur var að bera sjúklingunum vatn til að þvo sér úr. Þær tóku báðar eftir því sam- tímis, að einhver hreyfing var á Dídí og hröðuðu sér að rúmi hennar. Auðvítað vissu nú allir »á ganginum« um þennan nýja sjúkling, — litlu, fallegu stúlkuna, sem fótbrotnað hafði á báðum fótum og hafði borið sig svo prýðilega kvöldið áð- ur. Stúlkurnar spurðu Dídí, hvort þær hefði nú orðið til að vekja hana, —- þær höfðu þó verið beðnar að hafa hægt um sig, einkum hennar vegna, — og hvort nokkuð væri hægt að gera fyrir hana, og hvernig henni liði. »Mér líður miklu betur en mér leio í nótt«, svaraði Dídí, og reyndi að vera glaðleg. Annars var hún vesaldarleg ásýndum, tekin til augnanna, og ekki laust við hita-gljáa í augunum. »En mér er hálf- óglatt og illt í höfðinu«. »Við skulum sækja »systir«. Hún ætlar sjálf að þvo þér, og þá hressist þú líklega. Og svo þarft þú að fá einhverja næringu«. Fór svo önnur stúlkan fram, enlhin spurði Dídí, hvort hún vildi láta draga blæjuna frá rúminu, eða hvort hún ætlaðí að reyna að sofna aftur. Dídí vildi láta draga blæj- una til hliðar. Hana langaði til að litast um þarna, í þessari nýju vistarveru. Stúlk- an lét að ósk hennar, en hélt svo áfram sínum störfum. Stofan var all stór og voru þrjú rúm hvoru megin, meðfram langveggjunum, á veggnum sem vissi út að Túngötu voru stórir gluggar, en eitt rúm var upp við vegginn þar sem dyrnar yoru fram á gang- inn. Dídí var í öðru innsta rfiminu, og var

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.