Ljósberinn - 01.01.1942, Qupperneq 9

Ljósberinn - 01.01.1942, Qupperneq 9
LJÓSBERINN 7 höfðalagið við gluggann, svo að hún sá vel yfir aila stofuna. Enn voru tjöld fyr- ir fjórum rúmunum, en búið að draga frá tveimur, og' Dídí sá að í rúminu við dyra- vegginn var gömul hona, gráhærð, sem var að þvo sér. Og í rúminu sem var út við glug'ga, andspænis Dídí, var barn. Par var iíka búið að draga tjaldið til hliðar. Og Dídí mundi þá eftir því, að systirin hafði sagt við hana, kvöldið áður, að þarna væri lítil stúlka, á hennar reki, og að rúmin þeirra myndu verða færð til, svo að þær gæti skrafað saman. Ekki.var Dídí nú svo hress, að hana langaði til, að það yrði gert strax. Henni fannst hún vera svo þreytt, að hún myndi ekki hafa g'aman að neinu í svipinn. Dídí sá aðeins á vangann á litlu stúlk- unni, því að liún lá á bakinu og var að lesa í lítilli svartri ])ók. En undur var hún föl á vangann. Skyldi hún vera inikið veik? Og hvað skyldi hún vera að lesa? Þetta hlaut að vera skennntileg bók, því að stúlkan virtist vera svo niður sokkin í lesturinn. En rétt j þessu hætti stúlkan að lesa og stakk bókinni undir koddann sinn. Henni varð þá litið til Dldí og sá að hún var að hori'a á hana. »Góðan daginn, Dídí«, sagði hún í hálf- um hljóðum, »hvernig líður þér?« »Góðan daginn«, tók Dídí undir og hvíslaði líka, — hún skildi, að þær myndu ekki mega tala hátt vegna hinna sjúki- inganna. En það var full-langt á inilli þeirra, til þess að hægt væri að "hvíslast á. »Mér líður bærilega núna. En 'nvað ert þú að lesa, sem er svona skemmtilegt?« »Það er skemmtilegasta og indælasta liólrin. sem til er«, svaraði hin hróðug. »Eini Pétnr!« varð Dídí að orði. »Hvað ertu að segja?« spurði hin stúlkan. »Það var bara vitleysa. En livaða bók er það, sem er svona skemmtileg?« »Það er Nýja Testamentið, bókin um Prelsarann okkar, Jesú Krist«. »Nú er ég aldeilis hissa. Er það ekki eintómt Guðs-orð«. »Jú, það er eintómt Guðs-orð, og það er einmitt þess vegna, sem það er svona in- dælt og skemmtilegt, af því að það er allt sannleikur«. »Ja, — hérna! Ég hélt að það væri ekki aðrir en prestarnir og gamla fóikið, sem læsi svona bækur«. »Átt þú ekki Nýja Testamenti?« »Eini Pétur! — nei, hvað ég ætlaði mér að. segja, — nei, ég á engar bækur nema skólabsekurnar mínar«. »Hefirðu þá aldrei litið í Nýja Testa- mentið eða Biblíuna?« »Jú-ú! Eg hefi litið í Biblíuna, því að hún amma mín kenndi mér að lesa í gamalli Biblíu með stóru letri. En svo dó hún annna, og ég hefi aldrei litið í Biblíuna síðan, — hún er lökuð niður í kistu heima, — og ég var svo lítil þegar ég var að lesa í henni að ég man eigin- lega ekkert, sem þar stóð. — Ö-jú, það er alveg satt, að ég man eftir einni sögunni, og það er líklega af því, að ég' hefi heyrt minnst á hana síðan«. »Hvaða saga var það?« »Það var sagan um Jósep og Maríu og litla barnið, sem fæddist á jólanótt, og var látið í jötuna hjá kindunum«. »Sussu — sussu. Þið megið ekki Lala svona hátt, litlu stúlkur«, — það var gamla systirin, sem koni inn í stofuna, — og þær höfðu verið hættar að hvíslast á, litlu stúlkurnar. »Ég skal láta flytja saman rúmin ykkar, svo að þið getið tal- ast við, en það verður ekki í dag og ekki á morgun. Dídí þarf að hafa mikið na:ði fyrst um sinn«. Nú kom stúlkan með þvottavatnið og gamla nunnan fór að þvo Dídí og greiða henni. Og þetta gerði hún með svo dæma- lausri nærgætni og lipurð, að Dídí fannst hún aldrei hafa verið handleikin svo ást- úðlega. Hvað hún þlaut að vera góð, þessi nunna! Þeg'ar þvottinum var lokið,

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.