Ljósberinn - 01.01.1942, Qupperneq 10

Ljósberinn - 01.01.1942, Qupperneq 10
8 LJOSBERINN var komið inn með hafragraut og mjólk, og' nunnan sagði Dídí að reyna nú að borða, þó að henni væri óglatt. Hún ætl- aði að gefa henni »skammt« við höfuð- verkinum, og' svo skyldi hún reyna að sofa lengur. Og þetta gerði Dídí. Það voru andstæð öfl að verki í huga Jóns, föður Dídí litlu, eftir að honum bár- ust skilaboðin um að hún hefði meitt sig. Fyrst var nú sterkust sú tilfinningin, hver óþægindi þetta hefði í för með sér fyrir hann sjálfan. Hver átti nú að sjá um hús- ið fyrir hann, — og elda matinn? Hann skyldi nú verða að kaupa sér mat á ein- hverju matsöluhúsinu? Það væri dálag- legt! Og þó var það nú ef til vill ekltt það versta, — en hún hafði verið flutt á spítala, og honum hafði verið sagt í sím- anum, að meiðslin væru all-mikil. Hún yrði ef til vill að liggja lengi á spítalan- um. Það yrði enginn smáræðis kostnaður! En svo datt honum í hug, að Dídí hafi verið í þjónustu blaðsins, þegar slysið vildi til. Það væri rétt að athuga, hvort ekld væri hægt að láta blaðið borga kostnað- inn. Og það var svo undur hlálegt, að Jón kom síðast ao því atriðinu, hvernig Dídí litlu myndi líða sjálfri og hverjar afleið- ingar þetta gæti haft fyrir h a n a. Og um leið skaut þá fyrst upp þeirri hugs- un: Hún skyldi nú verða aumingi alla æfi? »Ég nýbúinn að missa konuna, og missa Dídí svo líka á þennan hátt, þeg- ar mér kemur það verst. Ekkert annað en kostnaður á kostnað ofan?« En þá var eins og einhver innri rödd hvíslaði að honum og vildi láta heyra ti! sín: »Þú mátt skammast þín, Jón! Meira missti hún Dídí litla en þú, þegar hún missti hana mömmu sína. Og Dídí litla hefir verið hetja og hjálpað þér vel. En þú hefir ekki verið góður við hana. Og nú á hún bágt. Og hvort ykkar heldur þú að verði að líða meira, hún eða þú, ef hún skyldi verða bækluð. Þú mátt skamm- ast þín, Jón!« sagði röddin hvað eflir ann- að, Og þessi rödd lét Jón ekki í friði alla nóttina. Og undir morgun var hún búin að brjóta og bræða klakann, sem hann hafði ósjálfrátt leyft að hlaðast að hjarta sínu og samvizku. Við þurfum ekki að rekja þá baráttu. Það var löng saga, sem þar lá að baki og þessari sögu óviðkom- andi að öðru leyti en að því er Dídí snert- ir. En Jón hafði átt trúaða móður. Það var »hún amma«, sem Dídí minntist á við litlu stúlkuna á spítalanum. Hennar missti við allt of snemma, til þess að Dídí gæti notið hennar handleiðslu, En Jóni varð nú einmitt hugsað til hennar, í þess- ari baráttu sinni. Og ósjálfrátt leiddu þær hugsanir hann svo inn í farveg, þar sem hann var orðinn ókunnugur. Það var, þeg- ar honum datt í hug: »Hvað hefði hún móðir mín heitin gert í mínum sporum«. Og svarið kom jafn ósjálfrátt og spurn- ingin: »Hún hefði fyrst af öllu leitað ti! Guðs og beðið h a n n að hjálpa sér«. Hann vissi að móðir ’nans hafði oft átt erfitt, en hún hafði allt af verið glöð, og allt af hafði það verið viðkvæði hennar í öllum erfiðleikum hennar: »Guð er góð- ur og hann greiðir fram úr öllu fyrir mér!« Það var þessi setning, sem Jón greip í dauðahaldi. Hann mundi það svo vel, hvað móðir hans hafði allt af verið örugg, þegar hún sagði þetta. Og nú lauk hans eigin baráttu með því, að hann bað Guð að hjálpa sér. Og á meðan hann var að klæða sig um morguninn, tautaði hann fyrir munni sér, hvað eftir annað: »Guð er góður, — hann greiðir fram úr öllu fyrir mér!« Og ef einhver kunnugur hefði séð Jón þennan morgun, hefði honum brugðið í brún. Það var enginn harðneskju- eða fýlu- svipur á þessu andliti. — Og hvað var nú þetta? Hann fór ekki í vinnufötin sín! Þetta var þó virkur dagur, og Jón var ekki vanur að láta sig vanta í vinnuna. Nei, Jón fór í sparifötin sín, — hann ætlaði að taka sér frídag, svo að hann gæti heim- sótt Dídí litlu á spítalanum. Hún þyrfti líka, ef til vill, að láta gera eitthvað fyr- ir sig. Það var ekki nema sjálfsagt að

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.