Ljósberinn - 01.01.1942, Side 11
LJÖSBERINN
Gestrisni.
Gyðingur nokkur í Þýzk'alandi, að nafní
Natan Isxnael, fátækur maður, lifði á því,
að selja iítiö eitt af stikuvarningi og varð
því að ferðast á ýmsa markaði. Eitt kvöld.
þeg'ar hann kom úr þess liáttar ferð og
var á heimleiðiuni, 'komst hann í miklar
raunir, því að hann var hæði uppgefinn
af ganginum, og yfirkominn af hungri og
þorsta. Það var farið að rökkva, og sá
hann ekkert hús nálægt sér, nema einn
stóran búg'arð, og gat hann naumlega náð
þangað. Bjóst hann við að fá þar góðar
viðtökur, og barði því hughraustur að dyr-
um. En það leið langt um, áður en komið
Arar til dyra. Loksins kom bóndinn út;
hann var digur og feitur, en alls ekki hýr
í horn að taka; hann spurði komumann
að heiti, og hvert væri erindi hans. Gyð-
ingurinn sagði, hver hann var, og beidd-
ist gistingar með kurteislegum orðum. En
bóndi svaraði byrslur og afundinn:
>Ég ætla mér ekki að hýsa húsgangs-
Gyðinga og landshornamenn; þú þarft
ekki að hugsa, að fá hér nokkurn hlut«.
Gyðingurinn íti'ekaði bón sína auðmjúk-
lega; en bóndi sneri að honum bakinu,
fór inn og skellti hurðinni í lás. Gyðing-
urinn skreiddist burt, lúinn og örmagna.
Eftir nokkra mánuði fór bóndinn í áríð-
andi erindagjörðum að finna jarðeigand-
ann, sem á sumrum lijó á herragarði býsna
langt burtu.
Meðan hann var á leiðinni ralc á svo
mikið ðveður, að bóndinn varð hræddur,
og litaðist um, hvort hann gæti hvergi
fundið skjól fyrir sig og hest sinn, sem
var orðinn þreyttur. Loksins var hann svo
heppinn, að finna dálítið hús, sem stóð
afsíðis. Hann reið þangað og" barði að dyr-
um; húsbóndinn, sem var Gyðingur kom
hclga henni daginn, þó að það kostaði fá-
einar krónur.
»Guð er góður, — og' hann greiðir fram
ur öllu fyrir mér!« tautaði Jón fyrir munni
s®r á leiðinni upp á spítala. Frh. oth, mun blessa yðurc.
til dyra og tók vinsamlega á móti hon-
um. öveðrinu slotaði ekki, nóttin rann á,
og niðamyrkur var úti. Bóndinn kynokaði
sér við, að halda áfram, en þótti þó að
hinu leytinu mikið fyrir, að gera hinum
vingjarnlega bónda átroðning. Hann beið
því, óviss um, hvað hann ætti af að ráða,
en á meðan kom Gyðingurinn inn, setti
mat á borðið og mælti:
»Það er komið fram á nótt, dimmt úti
og illt veður; ég held því að það væri
bezt fyrir yðui', að vera hér í nótt, ef þér
viljið gera yður það að góðu; á morgun
snemma getið þér haldið áfram í Drott-
ins nafni, þegar þér eruð búinn að hvíla
yður«.
Bóndinn þáði þetta feginsamlega; borð-
aði síðan með góðri matarlyst, og að því
búmi háttaði hann í mjúku og góðu rúrni
og svaf vært, þangað tii um sólarupp-
komu. Þegar hann var kominn á fætur,
var honum aftur borið að eta og' drekka.
Bóndanum fannst svo mikið um þessa góð-
vild og gestrisni, að hann í þakklætisskyní
lagði gullpening í lófann á Gyðingnum;
en hann vildi með engu móti þiggja hann
og mælti blíðlega:
»Eg hefi ekki gert þetta í ábataskyni;
eigið sjálfir peninga yðar, og leyfið mér
að halda þeirri meðvitund, að ég hefi
breytt eins og lög feðra minna bjóða mér«.
Bóndinn varð forviða og sagði:
»Hvað heitið þér, heillamaour?«
»Þekkið þér mig ekki aftur?« svaraði
Gyðingurinn brosandi, »ég heiti Natan
Ismaek.
»Hvað þá? Eruð það þér?« spurði bónd-
inn og skammaðist sín.
»Sá sami«, greip Gyðingurinn fram í,
»sem ekki alls fyrir iöngu kom til yðar
og beiddist næturgistingar; en þetta ætla
ég ekki að erfa, heldur að biðja your, að
synja aldrei eftirleiðis nauðstöddum ferðá-
mönnum hjálpar, þegar þá ber að húsum
yðar. Ef þér gerið þetta, þá er meir en
borgaður sá litli greiði sem ég' hefi sýnt
yður, og yðar og minn guð, drottinn Zeba-