Ljósberinn - 01.01.1942, Page 16
LJÖSBERINN
Piltnr eda stnlka
Skéldaaga ef-tir E. Fenmore
NÍUNDI KAFLI.
Nú er sennilega kominn tími til að frétta,
hvernig Elsu farnaðist hjá Ström verk-
smiðjueig-anda í líki Stígs; bróður síns.
Ström átti fallegt hús með yndislegum
garði, all-Iangt frá verksmiðjunni og skark-
ala hennar. Hjónin áttu aðeins eitt barn,
f jögurra ára gamla stúlku, og að þau höfðu
boðið Stíg til sín, en ekki Elsu, stafaði eig-
inlega af því, að frú Ström hafði verið
skírnarvottur Stígs, er hún var ung stúlka,
og hafði hún eigi séð þennan guðson sinn
í fjölda mörg ár. Þau hjónin höfðu sem
sé dvalið all mörg ár í Svíþjóð.
Hún hafði líka hugsað sér að bjóða Elsu
dg Margréti að koma þangað í sumarleyf-
inu og dvelja hjá þeim nokkra daga; en
nú hafði hún frétt,, að þær væru báðar
íorfallaðar um hríð.
Eisa undi sér ágætlega í dularbúningi
sínum; það var ólíkt auðveldara fyrir fjör-
uga telpu að leika strák heldur en fyrir
fjörugan strák að leika telpu. Hún bylti
sér á ýmsum endum í heyflekkjunum og
sætinu úti á engjunum, teymdi kýrnar út
á morgnana og brynnti hestunum, gaf
hænsnunum og dúfunum og varð góðkunn-
ingi stóru geitarinnar sem beitt var fyrír
lítinn vagn, sem Karen litla var látin aka
í, og gekk þá einhver við hliðina á geitinni
og teymdi hana.
Þetta með hestinn hafði verið allra verst.
Að vísu hafði hún oft setið á hestbaki, en
brúnu klárarnir hans föður hennar voru
báðir mjög stilltir hestar og gæflyndir;
þetta var aftur á móti tryppl, sem átti að
fara að temja. En úr því að ekki komst
upp um hana í það skiftið, þóttist hún eig-
inlega vera alveg örugg.
Auk þess hafði frú Ström mesta dálæti
á henni, og stundum lagði frúin handlegg-
:inn um hálsinn á henni og sagði við föð-
ur hennar:
»Hann er sannarlega góður og duglegur
snáði, drengurinn yðar, Bang læknir, og
svo er hann svo fram<wrs.karandi\ duglegur
að leika við Karen litlu«.
Og læknirinn brosti og sagði, að það
væri gleðilegfc, að þeim geðjaðist vel að Stíg;
annars væri hann líka sæmilega góður
strákur.
En svo vildi það til einn morgun, þegar
Elsa opnaði augun, að úti var hellirigning.
Og veðrið var engu betra, þegar f jölskyld-
an settist að morgunverði. Elsa og Karen
litla voru báðar niðurdregnar, er þær stóðu
við gluggann og horfðu út í hrakviðrið.
Stóri grasbletturinn fyrir framan húsið
hafði verið sleginn daginn áður, og Elsa
og Karen litla höfðu ætlað að hirða heyið,
og láta það upp í geitar-vágninn, og Kar-
en átti að setja ofan á öllu saman,, en Elsa
átti að stjórna geitinni og aka heyinu út
á engið fyrir utan garðinn, og þar ætluðu
þær að setja það í sæti, sem þær síðan
máttu velta sér í eftir vild.
En nú varð allt að eintómu vatni. Fyrst
brast þolinmæði Karenar litlu. Hún vildi
láta setja geitina fyrir vagninn, oig þeg-
ar pabbi hennar sagði, að geitin vildi ekki
fara út í þessa hellirigningu, þá fór hún
að háskæla, og þegar rigningunni hélt
áfram engu að síður, lierti hún á hljóð-
unum í sífellu. Elsu þótti þetta líka held-
ur mögur skemmtun; hún sat kyrr í stóln-
um og var að hugsa um allt það »sprell«
og læti, ,sem hún og Stígur voru vön aö
finna upp i þess konar veðri. En er Karen
litla lét ekki huggast og kom loksins til
hennar og lagði höfuðið á hnéð á henni,
datt henni allt í einu hug að spyrja hana,
hvort hún ætti ekki brúður.
Jú — það birti yfir Karenu litlu — jú,
víst átti hún brúður! »Komdu bara meö
mér, Stígur!« Og Karen litla tifaði á und-
an inn í barnaherbergið. ,
Stundarfjórðungi síðar sást ekkert ann-
hð en löngu fæturnir á Elsu; hitt allt var
í hvarfi inni undir afar stórum leikfanga-
skáp til að ná í ýmis konar leikföng, sem
Karen hafði falið þar smám saman, meðal