Ljósberinn - 01.01.1942, Side 18
2f>
L JÖSBERINN
alla söguna.. og þá fæ ég að heyra hana
líka«, sagði hann.
»Já, en pabbi, ég lofaði Stíg bara að bíða
á herberginu hans, þangað til hann kæmi
aftur — ég gat því ekki gert að því, aö
mér var svo boðið hingað«.
»Ekki þér, góða Elsa, heldur Stíg!«
»Já, en ég gat ekki brugðist Stíg og kom-
ið upp um hann«, sagði Elsa ákveðin, »og
einkum af því að það var ég, sem hafði
stungið upp á þessu«.
»Upp á hverju, skelmirinn þinn dæma-
3ausi?«
»Að fara í hcms föt, svo að þess. yrði
ekki vart, að hann væri ekki heima«.
»M ert sannarlega hugvitssöm telpa«,
sagði pabbi hennar og kippti dálítið í
eyrnasnepilinn á henni.
»Mér fannst það hreint ekkert gaman
að þurfa að fara hingað í strákafötum«,
sagði Elsa undirleit.
»En má ég- nú fá að heyra alla söguna«,
sagði frú Ström, »Stígur minn góður er þá
ekki guðsonur minn?«
»Jú, frú Ström, en hin goða Elsa er ekki
Stígur«.
Frú Ström skellihló og hélt báðum hönd-
unum utan um höfuðið. »Segðu mér nú
allt saman, áður en ég geng alveg af göfl-
unum«.
Ström verksmiðjustjóri kom nú inn, og
var honum skýrt frá málinu í fáum orð-
um.
Svo fór Elsa að segja alla söguna og
var hálffeimin í fyrstu, en er verksmiðju-
stjórinn fór að skellihlæja við tilhugsun-
ina um Stíg í kjól ihjá Júlíu frænku, glaðn-
aði einnig yfir Elsu, cg hún sagði nú
skemmtilega frá því, þegar Margrét var í
mesta ákafa að útbúa hana til ferðarinn-
ar og lét fatnað Stígs ofan í töskuna
hennar.
»Veiztu nokkuð, hvernig Stíg vegnar?«
spurði læknirinn.
»Ég held, að hann slampist fram úr því«,
svaraði Elsa á Stígs vísu. »Þegar hann
skrifaði mér í gær, gekk allt stórvel, bara
að hann eyðileggi ekki alla fallegu kjólana
mína! Eg vona, að Gréta hafi ekki látið
hann fá nýja ljósbláa kjólinn minn«, sagði
hún hugsi.
»Nú skai ég segja þér nokkuð«, sagði
Bang læknir, »ég hafði ætlað mér að fara
með þig til Kaupmannahafnar á morgun,
en hér er veikur maður, sem ég varð að
líta til í gær sökum þess, að læknirinn
hérna er fjarverandi. Eg verð að bíða hér,
þangað til hann kemur heim eftir tvo daga.
Hvernig eigum við nú að fara með þorp-
arann Stíg?«
Eftir langar ráðagerðir urðu þau loks
ásátt um, að Elsa skyldi fara inn til Kaup-
mannahafnar daginn eftir í fötum Stígs,
en hún mátti ekkert segja. »Mig langar
til að sjá peyjann í þínum fötum«, sagði
læknirinn, »og eins að sjá, hve skelkuð
Júlía systir verður. Hún er ekkert gefin
fyrir þess háttar grímuballs-rall! En þú
verður að lofa mér því, Elsa, að þú þegir
vandlega og segir Stíg ekki neitt, heyrirðu
það!«
»Hvernig geturðu efast. um það, þegar