Ljósberinn - 01.01.1942, Síða 20
18
LJOSBERINN
j Kemur út einu sinni í mánuði, 20 síður,
og auk þess jólablað, sem sent vero-
ur skuldlausum kaupendum.
Argangurinn kostar 5 krðnur. — Gjalddagi
er 15. apríl.
Sölulaun. eru 15% af .5—14 eint. og 20%
af 15 eint. og þar yfir.
; Afgreiðsla: Bergstaðastrœti 27, Iieykjavík.
Slmi 4200.
| Utanáskrift: Ljósberinn, Pósthólf 304,
Reykjavík.
! Prentsmiðja Jóns Helgasonar Bergst.str. 27.
Góði hirðirinn.
Frh. af bls. 3.
og vafði henni sem hezt utan um lambið.
Hann hirti ekki um, þó að hann nædcli
sjálfan í gegn ef lambinu liði vel. Nú skall
á náttmyrkrið, fann hann sér þá afdrep
undir stórum steini. Hann var orðinn úr-
vinda af þreytu og sofnaði — en daginn
eftir fundu þeir hann örendan. Hann hafði
frosið í hel, en lambið lifði í hlýju káp-
unni hans; hann liafði látið lífið fyrir það.
Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki,
sá rnaður, sem hyggindi h,lotnast. Pví betra
er að afla sér hennar en. að afia silfurs, og
arðurinn af henni er ágætari en gull.
*
Því að Drottinn mun vera athvarf þitt
og varðveita fót þinn, að hann verði eigi
fanginn.
Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess,
ef það er á þínu valdi að gera það.
*
Brugga eigi illt gegn náunga þínum, þeg-
ar hann býr iý-uggur hjá þér.
Bölvun Drottins er yfir hösi hins óguð-
lega, en bústað réttlátra blessar hann.
Spottsama spottar h,ann, en lítillátum
veitir, hann náð.
(Orðskviðir).
F ólgnir fjársjóðir biblínnnar
I höll einni á Þýzkalandi er fornmenja-
safn. Einn af þeim forngripum, sem ferða-
menn girnast að sjá þar, er stóreflis járn-
egg.
Af þessu egg'i er sögð eftirfarandi saga:
Þjóðhöfðingi einn trúlofaðist kóngídótt-
ur; sendi hann henni þá þetta járnegg aö
trúlofunargjöf.
Kóngsdóttirin lét sér fátt um íinnast
gjöf þessa og fleygði egg'inu á gólfið. En
við fallið spratt upp fjöður á egginu og
þá kom silfuregg í ljós innan í því.
Kóngsdóttirin varð forviða og tók egg-
ið upp og skoðaði það í krók og kring og
fann þá á því leynifjöður. Þegar hún þrýsti
á fjöðrina spratt silfureggið upp, og lá þá'
gullegg innan í því.
En gulieggið var líka með fjöður, og
innan í gullegginu lá hænuungi, þegar
kóngsdóttir þrýsti á annan væng kjúkl-
ingsins, laukst hann líka upp og lá þá inn-
an í honum snotur og lítil gull-kóróna
sett dýrum steinum.
En þetta var ekki alt og sumt. Kóngs-
dóttirin fann enn fjöður, sem hún þrýsti
á, og rann þá út hringur settur geislandi
demanti. Þetta var þá hin undarlega trú-
lofunargjöf furstans til kóngsdótturinnar.
Biblían er að sínu leyti eins og þetta
járnegg. Margir varpa henni frá sér og
segja:
»Við skiljum hana ekki«. En þeir, sem
leita í heilagri ritningu, finna í henni
fólgna dýrgripi. Því meira sem leitað er,
því fleiri l'jaðrir spretta upp, og þá finn-
um við hverja dýrindisperluna eftir aðra.
B. J.
Póstkröfur
verða nú sendar þeim, sem ógreidd eiga
blaðgjöld fyrir eitt eða fleiri ár. — Látið
ekki dragast að utleysa kröfurnar.