Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 14
34 LJÓSBERINN tilraun og tala við æskuna, sem hélt sig þar. „Viltu hjálpa mér að bera þessar biblí- ur?“ spurði hann Jim. Jim var fús til þess, og svo héldu þeir af stað áleiðis til krárinnar, hlaðnir bók- um og ritlingum. Veitingamaðurinn kom til dyra. Hann ráðlagði þeim eindregið frá því að fara inn í veitingasalinn. Þar voru menn undir áhrifmn áfengis, og hann sagðist ekki geta tekið ábyrgð á lífi Barnardos. „Fáðu mér biblíurnar og farðu svo heim“, sagði Barnardo við Jim. „Þetta er ekki staður fyrir þig. Eg kem seinna“. Veitingamaðurinn endurtók aðvörun sína, en Barnardo vildi ekki sinna henni og gekk inn í veitingasalinn. Hann var tæplega kominn inn fyrir, þegar hurðinni var aflæst að baki hans. í fyrstu gat hann ekkert greint, því að loftið var mettað af tóbaksreyk. Hann gekk inn í miðjan salinn og sagðist gjarn- an vilja fá leyfi til þess að útbýta nokkr- um biblíum. Það var strax hark og hávaði. „Rekið hann út!“ var hrópað. „Nei, lofið okkur að sjá bækurnar“. „Þvættingur, hvað eigum við að gera með þær. Sláið liann niður. Út með hann!“ Barnardo leitaðist við að útskýra er- indi sitt, en enginn vildi hlusta á hann. Hann fór að syngja, ef vera mætti að fólkið róaðist. Og það tók undir. Menn og.konur hópuðust nær honum. Bæk- urnar voru rifnar af honum og hattin- um var klesst niður fyrir liöfuð. Svo kippti það í föt hans, reif þau og óhreink- aði. Allt x einu lá hann flatur á gólfinu. Borð eitt valt um koll. Fjóx-ir gestanna tóku borðið og settu það ofan á Barnardo. Allur mannskapurinn ski’íkti af ánægju. Fæturnir á boi’ðinu sneru upp, en borð- platan lá ofan á Barnardo. Nokkrir kax-1- ar stigu upp á plötuna og dönsuðu þar og góluðu. Jim fór ekki heim, eins og Barnardo hafði sagt honum. Hann læddist inn í garðinn, sem var bak við krána. Hann kom auga á nokkra skrankassa og stafl- aði þeim upp fyrir neðan gluggann á veit- ingastofunni. Þannig tókst honum að kíkja inn í gegnum rifu á gluggatjöldun- um. Sjón sú, er blasti við honum, fyllti hann skelfingu. Inni var trylttur bai’dagi. Hann kom ekki auga á Barnardo, en allt í einu sá hann hann í miðri þvögunni. Án minnstu umhugsunar stökk Jim niður af kössunum og hljóp út á götuna í leit að lögregluþjóni. En það var eng- inn sjáanlegur, svo að hann varð að hlaupa alla leið út á hornið á aðalgöt- unni. Þegar lögregluþjónninn heyrði um uppþotið í kránni, kallaði hann á nokkra félaga sína, og því næst flýttu þeir sér áleiðis til krárinnar. Nokkrir gestanna liöfðu tekið að sér að verja Barnardo, ekki af meðaumkun, heldur eingöngu í þeim tilgangi að stofna til óeirða. Stól- ar og borðfætur þutu fram hjá höfðum lögregluþjónanna, þegar þeir komu inn. Veitingamaðurinn hafði ki’opið í var bak við skenkiborðið og fylgdist þaðan dauð- skelfdur með ólátunum. En kylfur lögregluþjónanna bundu brátt enda á óspektirnar. Á gólfinu lá líarnardo eftir í blóði sínu með þrjú rif- bein brotin. Lögregluþjónarnir vildu fá Barnardo

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.