Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 11
LJÓ SBERINN
31
Ur sögu kristniboðsins
v.
SkírSur Haraldur Gormsson
Danakonungur.
Alstaðar kvað við af orustugný nor-
rænna víkinga. En meðan á þeim hergný
stóð, var munkur einn frá Frakklandi
á ferðinni um Norðurlönd, hóg\rær og
kyrrlátur, og boðaði fagnaðarboðskap
friðarins.
Og hann vann meiri sigur en hinar
hraustustu hetjur í víkingaliðinu; en sig-
ur sinn vann -hann hvorki með sverði né
blóðsúthellingum, heldur með miklum
alvöruorðum og fórnandi kærleika. Það
var hann, sem sigraði hjörtu víkinganna,
boðaði Norðurlandaþjóðunum kristni,
kenndi þeim nýja lifnaðarháttu og beindi
þeim að allt öðru marki en þær höfðu
sett sér áður.
Þessi munkur var Ansgar (Ásgeir),
sem kallaður hefur verið postuli Norð-
urlanda.
Ríki Frakkakeisara náði þá allt norð-
ur að ánni Egðu á Jótlandi. Keisurunum
lék mikill hugur á að útbreiða kristnina;
en þeir kunnu, því miður, ekki allt af
réttu tökin á því. Karl keisari hinn mikli
hafði þröngvað Söxum með valdi til að
taka kristni og láta skírast. Sonur hans,
Lúðvík hinn guðrækni, hafði í hyggju
að seilast enn lengra norðureftir, til hinna
herskáu nágranna sinna, Dana; en það
varð þeim til hamingju, að hann gerði
það á annan veg en faðir hans; hann
sendi ekki hersveitir á hendur þeim, lield-
ur kristniboða.
Fyrstur þeirra kristniboða var Ebo frá
Reims (á Frakklandi). Honum varð að
sönnu all-lxtið ágegnt, en þó nokkuð. Hon-
um tókst meðal annars að fá Harald
Gormsson Danakonung til að fara á fund
Frakkakeisara; hafði keisarinn þá aðset-
ur í Ingelheim hjá Mainz; átti Haraldur
að taka þar skírn.
Skip skriðu svo að hundi-ðum skipti
undir livítum seglum upp eftir Rínfljót-
inu; var Haraldur konungur á fremsta
skipinu. Konungi var fagnað í höll keis-
arans með hinni mestu pi'ýði. Sagði kon-
ungur keisara, að Ebo hefði boðað sér
kiústni, sagt, að guðir hans væru hégómi,
að einn Guð hefði skapað himin og jörð
og veitt heiminum náð fyrir son sinn
Jesúm Ki'ist.
Hai'aldur konungur var skírður í hinni
veglegu kirkju hins heilaga Albans í
Mainz. Keisarinn sjálfur skrýddi hann
hvítavoðunum og varð guðfaðir hans og
tók liann sér í sonar stað í andlegmn
skilningi, en keisarafrúin Júdit varð guð-
móðir hans, en Lótar keisarasonur varð
guðfaðir að syni konungs, en stórmenni
keisara urðu guðfeður konungsmanna.
Að lokinni skírn gekk konungur í
hvítavoðunum til hallar; skrýddi keisari
hann þá purpurakápU, er alsett var gull-
borðum og gimsteinum, gii'ti lxann sverði
sínu um lendai', setti gullkórónu á liöfuð
honum og bjölluskó á fætur honum.