Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN 37 Cooper, sjöunda jarlinn af Shaftesbury. Það var á heimssýningunni í París. En honum kom algerlega á óvart að vera boðinn til miðdegisverðar í þessa fögru aðalshöll. „Hvað stendur annars í bréfinu?“ spurði Jim. „Það stendur, að maður nokkur vilji fá vitneskju um fátæku börnin í Eastend“. Átti hann að fara eða ekki? Honum varð litið á fötin sín og skóna, og hann hristi höfuðið. En þarna var maður, sem vildi frétta af starfi hans. Ef til vill myndi hann og vinir hans hjálpa honum. Shaftesbury lávarður var þekktur vinur fátæklinganna. Hann tók allsstaðar mál- stað þeirra og gaf stórar fjárupphæðir til líknarstarfsemi. Jú, hann varð að fara — vegna barnanna. Höll jarlsins bar það vissulega með sér, að hér var bústaður ríks manns. Þjónn í fallegum einkennisbúningi tók á móti Barnardo við stóru eikardyrnar. Hann var leiddur inn í forsalinn, sem var stór og skrautlegur. Á gólfinu voru dýrmæt persnesk teppi, og á veggjunum hengu málverk af forfeðrum jarlsins. Við miðdegsverðinn voru aðeins fjórtán —fimmtán gestir. Sessunautur Barnardo var hinn þekkti læknir dr. Martin, sem seinna varð góður vinur Barnardos. Það var rætt um leikhús, stjórnmál og veð- hlaup, um allt annað en það, sem Barn- ardo hafði áliuga á. Eftir miðdegisverð- inn fóru gestirnir inn í reykingasalinn og drukku þar kaffi. Þá kom Shaftesbury lávarður til Barnardos og mælti: „Ég lxef heyrt um starf yðar fyrir börn götunnar, og ég hef haft mikla löngun til að hitta yður og tala við yður. Er það satt, að tugir barna sofi undir berum himni? Getur það virkilega verið satt?“ Hinir karlmennirnir komu til þeirra og fylgdust með samtalinu af áhuga. „Já, það er satt“, svaraði Barnardo. „Hafa börnin sagt yður frá högum sín- um?“ „Já, það hafa þau gert. Þegar þau finna, að maður vill þeim gott eitt, segja þau manni frá þeim eymdarkjörum, sem þau búa við“. „Hefur yður tekizt að hjálpa nokkr- um?“ „Já, stöku sinnum hefur mér heppn- azt að útvega einu og einu þeirra heim- ili. En eigi að bæta verulega hag þeirra þarf mikla peninga“. Það varð augnabliks þögn, síðan spurði jarlinn: „Getið þér þegar í kvöld sýnt okkur eitthvað af þessrnn börnum?“ „Já, áreiðanlega. En við verðum bara að bíða þar til seinna í kvöld“. „Ágætt. Þá skal ég sjá um vagnana“. Um miðnættið óku nokkrir léttivagn- ar frá Grosvenorhöllinni gegnum West- end niður Billingsgötu. Vegfarendur brostu á eftir þeim. Þeir hugðu, að þarna væru nátthrafnar á leið til einhvers næt- urklúbbsins. Við hornið á Billingsgötu stigu menn- irnir út úr vögnunum og gengu niður að markaðstorginu. Lögregluþjónn sá til þeirra og fór í humátt á eftir þeim. Þarna var mergð af vörum eins og venjulega, er biðu eftir skipsferð. Segldúkarnir, sem voru yfir vörunum, báru þess glögg merki að nýlega hafði rignt, því að víða voru smápollar. Framh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.