Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 12
32
LJÓSBERINN
Nú var kirkjuklukkunum hringt og þá
gekk hið prúða lið aftur til hallarinnar
í skrúðfylkingu og gengu prestar fram
með fylkingunni, en kallari fór fyrir og
ruddi skrúðfylkingunni braut með stafn-
um sínum. Þegar gengið var í kirkju, gall
við lúðrablástur á móti fylkingunni,
klerkar sungu, reykelsi ilmaði; varð Har-
aldur konungur og föruneyti hans hug-
fangið af undrun.
Þegar Haraldur konungur hélt aftur
heim til Danmerkur, þá slóust nokkrir
munkar í för með honum; áttu þeir að
halda guðsþjónustur fyrir konung og
halda svo áfram, þar sem Ebo hafði
byrjað.
Ansgar var einn í tölu þessara munka.
VI.
Bernska Ansgars.
Ansgar var borinn og barnfæddur í
Norður-Frakklandi árið 801. Móðir hans
var guðrækin, en hann missd hana fimm
ára gamall. Skömmu síðar kom faðir hans
liomun í skóla; þar átti hann að læra
að Iesa. En meira kvað þar að iðjuleysi
hans og bernskubrögðum en námi, eins
og títt er á þeim aldri.
En á þeim árunum sem hann gaf þess-
um æskubrestum lausan tauminn,
dreymdi hann eina nótt, að hann væri
staddur þar, sem leðja mikil var fyrir
og sleipt mjög; hugðist hann með naum-
> indum komast upp úr því feni. En
skammt þaðan þóttíst hann sjá yndis-
fagra braut; á þeirri braut sá 'hann konu
eina prúða, sem drottning væri, ganga
fram í heilagri prýði og vegsemd. Henni
fylgdu margar konur aðrar og ein þeirra
var móðir hans. Óðara en hann sá hana,
ætlaði hann að hlaupa til hennar, en
átti bágt með að komast upp úr feninu.
Kvennasveitín færðist nær. Hann þótt-
ist vita fyrir víst, að sú konan, sem hon-
um virtist vera fyrir þeim öllum, væri
engin önnur en María mey, móðir Guðs
sonar. Nú þótti honum hún segja við sig:
„Sonur, viltu komast til móður þinnar?“
Hann þóttist svara: „Já, það þrái ég svo
lijartanlega“. Konan tók þá aftur til máls
og sagði: „Ef þú vilt eiga vist með okkur,
þá verðurðu að forðast allan hégóma og
leggja niður öll bernskubrögð, því að ekk-
ert, sem er innihaldslaust, getum við látið
nærri okkur koma. Sá, sem liefur yndi
af slíku, getur ekki komist í samfélag
við okkur“.
Eftir þessa draumvitrun fór Ansgar að
sýna meiri alvöru í dagfari sínu; sat hann
nú stöðugt að lestri og Iagði þar að auki
stund á aðrar námsgreinar. Furðaði skóla-
bræður hans stórlega á hinum snöggu
stakkaskiptum, sem hann hafði tekið.
Framh.
I REIKNINGSTÍMA.
Kennarinn var að spyrja Óla litla.
„Setjum nú svo, Óli minn, að þú sért í sokk á
vinstra fæti og farir svo í hægri sokkinn, í hve mörg-
um sokkum ertu þá?“
„Ég er aldrei í sokkum“, svaraði Óli.
„Hugsum okkur, að pabbi þinn cigi eitt svín í
svínastíu og svo kaupir hann annað svín í viðbót og
setur það í stiuna hjá hinu — hvað eru þá mörg svín
í stíunni?“
„Pabbi á cngin svín“, svaraði Óli litli, mjög áhuga-
samur.
„Jæja, en ef þú ótt eitt epli og mamma þín gefur
þér annað epli, hvað liefurðu þá?“
„Magaverk“.
Veslings kennarinn ákvað að gera eina tilraun enn.
„En ef lítill fátækur drengur á eina köku og þú
gefur honum aðra, hve margar á hann þá?“
„Ég borða mínar kökur alltaf sjálfur“,
Þá gafst kennarinn upp.