Ljósberinn - 01.02.1948, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.02.1948, Blaðsíða 8
24 LJÓSBERINN kæmi þrumuveður og skildi því lykl- ana eftir hjá mér að allri íbúðinni. Það er vissulega ómaksins vert að líta snöggv- ast á herbergin. Málverkin á veggjun- um eru margra þúsunda króna virði og auk þess er þar fjöldi fágætra gripa; smá skrautgripir og blómaker, sem bróð- ir húsbóndans liefur komið með frá Jap- an. Þar eru líka hinir dýrmætu skartgrip- ir frúarinnar, gullarmbönd og hringir með perluin og gimsteinum“. „Er það satt!“ varð Emmu að orði, eins og hún væri snortin rafmagnsstraumi. Hún stokkroðnaði og augu hennar glóðu óhugnanlega. Eg liafði aldrei séð hana svona áður og það vakti tortryggni lijá mér í svip. „já, þetta er eins og ég segi“, sagði ég með dálitlum semingi, „en ég veit ekki hvort barónessan kærir sig um, að ég láti ókunnuga koma inn í íbúðina á með- an lnin er fjarverandi“. „Það skiptir engu“, svaraði Ennna liáðslega. „Barónsfrúin þín fær ekkert að vita um það, þó að þú lofir mér að líta á allar þessar dásemdir“. „En hún getur komið lieim fyrr en búist er við“, sagði ég. „Ó, við verðum þá komnar út aftur, áður en húsbændur þínir komast heim í húsið. Þú getur nærri, að mig langar ákaflega til að sjá þessa dýrindis skart- gripi; aðeins að líta á þá, áður en ég eign- ast slíka hluti sjálf og get skreytt mig með þeim, einhvern tíma. Og ef þú vilt nú koma með mér inn í stofurnar, þá ætla ég að skilja bókina liérna eftir og þú mátt eiga hana með öllum rétti“, sagði hún og benti á skáldsöguna, sem lá á rúminu. Eg var, því miður, orðin svo gagntek- in af efni þessarar andstyggilegu bókar, að mig langaði mjög til að geta lesið liana í ró og næði. Vegna þess fór ég ekki eft- ir aðvarandi röddu samvizkunnar, sem sagði mér, að ég gerði algerlega órétt í því, að fara með bláókunnuga afgreiðslu- stúlku í veitingakrá inn í herbergi liús- bænda minna. Ég sólti lyklana og leiddi Emmu inn í skreytta viðhafnarsalinn. En það kom mér dálítið á óvart að Emma virtist engan áhuga hafa á að skoða liin fögru málverk á veggjunum, og hún tók heldur ekkert eftir hinum fagurlega út- skornu húsgögnum. En litlu japönsku gripirnir og blómakerin vöktu atliygli liennar og hún var áfjáð í að vita verð- mæti þeirra nákvæmlega. Hún dáðist mjög að ritföngum barónsins, sem voru úr silfri og stóðu á skrifborði hans, og skrautlegt gullúr barónsfrúarinnar, sem var í svefnherbergi hennar, vakti sérstaka athygli Emmu. Hún flýtti sér um her- bergin og var mjög áfjáð í að ég sýndi lienni silfurborðbúnaðinn og skartgripi frúarinhar. Borðbúnaðarskápurinn var lokaður, en lykillinn að skartgripaskríninu stóð í skrá þess, af því að frúin var nýbúin að taka úr því eitthvað, sem hún ætlaði að hafa með sér í ferðalagið. Það var engu líkara en að Emma ætl- aði að gleypa festarnar, hringana, næl- urnar og armböndin með gráðugum aug- um. Hún gat ekki á sér setið að liandleika sumt af því og skreyta sjálfa sig með því. En svo kom allt í einu að henni að flýta sér undarlega í burtu, og ég hafði naum- ast tíma til að koma gripunum fyrir á sínuin stað. Emma mundi allt í einu eft-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.