Ljósberinn - 01.02.1948, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.02.1948, Blaðsíða 11
LJÓSBERINN 27 „Ég trúi“, sagði hann titrandi röddu, svo að varla mátti heyra. Ég gat ekki tára bundist, læknirinn ekki lieldur. Eng- inn þeirra, sem viðstaddir voru, gátu nokkurn tíma gleymt þessari sjón og þessum orðum, sem veslings pilturinn mælti deyjandi vörum. „Ég trúi -— á Jesúm Krist — Drottin vorn og Frelsara“. Meira gat hann ekki sagt. Þegar prest- urinn sá, að liann var korninn að dauða, þá lýsti hann hlessun yfir honum og bað fyrir honum og er hann hafði lokið bæninni, safnaði drengurinn síðustu kröftum sínum og sagði með heyranlegri raust: „Ég trúi“, og var þegar örendur. Læknirinn lagði þá frá sér verkfæri sín og hneigði liöfuð sitt. Það var lækn- irinn mikli, sem hafði tekið málefni pilts- ins í hendur sínar. Þetta var hið fegursta og átakanleg- asta, sem mér hefir verið gefið að lifa og vera vottur að í starfi mínu undan- fa rin tuttugu ár í hjúkrunarstarfi mínu. Já, trúa og játa til ævinnar enda er eini vegurinn, eini hjálpræðisvegurinn. Syngjum af ltjarla, syngjum með tungu: „Jesús, l>ú átt mig, ég ávallt er j>inn“. B. J. LJÓÐAGULL SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ: Bjargið góða Þegar eg margar þrautir sé, þá í huga kemur mér /toð b j ar g, í bláum hlé,* sem brimi'ð einatt lemur. Ógnarboðar bylta sér bjargsins li'ófuS yfir; fyrir voða og feikna her, furða e/% hvað það lifir. Það ei hrœrist liót úr stað, né hœtti breytast lætur, þó <ú) œrist upp á þaö ólgan daga og nœtur. Meðan boðar nýir ná níðings safna reiði, ránar hroða hvirfli frá hœglátt bjargið greiSir. Þégar mœða mörg og þrá mér vill ofurbjóða, ó, að stœði’ eg öruggt þá, eins og b j ar gið g ó ð a. * hlér—sjór.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.