Ljósberinn - 01.02.1948, Síða 13

Ljósberinn - 01.02.1948, Síða 13
LJÓSBERINN 29 Eins og kunnugt er, þá fannst Græn- land og byggðist af Islandi í fornöld. Ei- ríkur rauði hét maður, breiðfirskur, er fór út héðan þangað og nam þar land, er síðan var kallað Eiríksfjörður. Hann gaf nafn landinu og kallaði Grænland og kvað menn það mundu fýsa þangað farar, að landið ætti nafn gott. Urðu þá margir til að flytja þangað, bæði frá Noregi og Islandi; komust svo smám saman á tíðar samgöngur milli Norður- landa og Grænlands. Þó að grænlenzkir landnámsmenn hrepptu þar kröpp kjör og yrðu að húa þar langt frá öllum lönd- um, þá fjölgaði landsbúiun óðum, svo að þar var settur biskupsstóll (í Görð- um), kirkjur gerðar og klaustur stofnuð. En er fram liðu stundir lögðust allar samgöngur af milli Grænlands og Norð- urlanda; fór svo að lokum, að enginn vissi framar, hvað* þeim leið, frændun- Um á Grænlandi. En í maímánuði 1721 lagði skip af stað til Grænlands frá Björgvyn í Noregi. Er- mdið var að leita að frændunum græn- lenzku, sem enginu hafði ^haft fregnir af öldum saman, og hoða þeim kristni, því að menn hugðu að þeir væru orðnir rammheiðnir aftur. Skipið, sem fór þessa för, hét „Von- ln“, og voru á því nær fimmtíu manna. I þeirra tölu var presturinn Hans Egede, kona hans og börn. Skipið var sumpart gert vit af hinu konunglega danska kristni- boðsfélagi og sumpart af fé, sem efnað- »' kaupmenn í Björgyn skutu saman. f'riðrik konungur fjórði var frumkvöð- «11 fararinnar og hét Hans Egede 150 dölum að árslaunum. XIX. Hans Egede og stórræði hans. Hann var eigi búinn að vera nema eitt ár prestur í Noregi, er hann minnt- ist þess, að hann liafði einhverntíma les- ið í sögu Noregs, að á Grænlandi hefðn búið kristnir menn í fyrndinni. Iíann var því oft að velta því' fyrir sér í ein- rúmi, hvort þeir mundu vera kristnir enn, eða að ljós kristindómsins væri með öllu slokknað út lijá þeim, því að nú væri eigi minnzt þar á aðra menn en beiðingja. Hann fór þá að afla sér frek- ari fræðsln um þetta. Hann skrifaði ein- um vina sinna í Björgyn, sem var Græn- landsfari og fékk það að vita hjá lionum, að þar væri eigi aðra fyrir að hitta en heiðingja eina og hvergi væri hægt að komast að austurströnd landsins fyrir hafísum; en hins vegar væri sagt, að norrænir landnámsmenn hefðu búið þar í fyrndinni. Þetta var þá alveg samhljóða því sem Egede liafði lesið í hókum sínum. Vakn- aði nú hjá honuin lieit og hjartanleg þrá til að boða þessum villimönnum kristni, þar sem forfeður þeirra hefðu verið kristnir íslendingar. Hann vonaði, að kristniboðið mundi ganga því betur, sem vera kynni, að enn fyndust þar leifar af kristni þeirri, sem þar liefði einu sinni \erið, þó að sú kristni væri að mestu útdauð. Það sem mest hamlaði Egede frá þess- ari fyrirætlan hans, var umhyggjan fyrir fjölskyldu lians sjálfs og svo söfnuður- inn. sem liann átti að hafa andlegt for- ræði fyrir. En liann hafði engan frið fyr- ir hugsuninni tun grænlenzku heiðingj-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.