Ljósberinn - 01.09.1954, Page 3

Ljósberinn - 01.09.1954, Page 3
34. ÁRG. REYKJAVÍK, SEPTEMB ER 1954 V. TBL anó EFTIR STEFFEN STEFFENSEN Þegar Óli litli gekk fyrir skólahornið, kom hann auga á drengjahóp, sem hafði safnazt saman í einu horni leikvallarins. — Líkleg- ast hafði einhver fundið upp það, sem næsta hálfa mánuðinn skyldi verða tízka í skólan- um, og allir öpuðu eftir. — Óli leit kæruleys- islega til félaga sinna og fór með skólatösk- una inn í skólastofuna. Síðan fór hann út til að athuga, hvað væri á seyði. Nú — var þetta þá öll dýrðin. Marglitur bolti, sem ekki yrði hægt að sparka án þess, að málningin dytti af — alveg sams konar og stelpurnar léku sér með. Hann hlaut að kom- ast í tízku, þar sem Kalli í Austurbænum átti hann. Það hafði nefnilega svo ákaflega mikið að segja, hver kom með það nýja. Vik- una áður hafði til dæmis stráklingur einn komið með skopparakringlu, sem þaut ákaf- lega skemmtilega í. Hún hafði meira að segja getað dregið hár úr prjónatreyj- unni hans. Hinir strákarnir litu alls ekki við henni, en komu allir með mjóan kaðal- spotta í skólann — aðeins vegna þess, að stóri Njáll hafði komið með þannig kað- al í skólann, til að binda með ræningja, þegar þeir voru að leik. Nei, það var alveg dæmalaust óréttlæti í þess- um heimi! Kennarinn, sem einmitt í þessum svifum gekk yfir leik völlinn, varð forvitinn og leit yfir þvöguna. — Jæja, var það þetta! Boltinn hans Kalla var alveg skínandi fallegur. Hann skyldi gæta hans vel. Drengirnir horfðu nú með enn meiri áhuga á boltann,

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.