Ljósberinn - 01.09.1954, Page 5

Ljósberinn - 01.09.1954, Page 5
LJÓSBERINN 77 ið. Það hlaut að vera ungur maður, sem hafði gert þetta. Og í þar næstu frímínútum gat einn strákurinn sagt frá því, að lögregluþjónninn með gullbryddu einkennishúfuna sína sæti inni hjá kaupmann- inum. í hádegishléinu var Óli orðinn mjög sár yfir þessu. Friðrik hafði verið leikfélagi hans, og það var óhugsandi, að hann gæti stolið. En yfir hádegisverðinum heima töl- uð'u foreldrar hans um þann grun, sem fylgir hverjum þeim, sem einu sinni hefur fengið vont orð á sig. Friðrik yrði áreiðanlega yfirheyrður. Lögreglan myndi fara í næstu sveit, þar sem Friðrik ynni og tala við hann þar. Það var örugglega vitað, að Friðrik hafði verið heima hjá sér kvöldið fyrir innbrotið. Og svo bættist við, að tvisvar áður hafði verið reynt að brjótast inn hjá kaup- manninum! Þá hafði reyndar ekkert verið tekið, en skólabörnin höfðu veitt því athygli strax morguninn eftir. Annað skiptið hafði kjallarahlerinn verið brotinn upp, en í hitt skiptið hafði rúðan verið brotin, svo að hægt yrði að opna gluggann. Grunurinn um þær til- raunir hlaut að falla á Friðrik. Nei, Óli var ekki í góðu skapi, þegar hann gekk í skól- ann eftir hádegismatinn. Þegar komið var í skólann, gátu strákarnir sagt frá því, að Friðrik hefði verið yfirheyrð- ur, en hefði ekki játað. Þeir sögðu einnig frá því, að hann hefði áreiðanlega verið að verki fyrri skiptin, sem kaupmaðurinn hafði fengið næturheimsókn. Og á meðan þeir töluðu um þetta, gutu þeir sí og æ hornauga til stúlknanna, sem stóðu undir veggnum. Þar stóð Stóra-Sigga, systir Friðriks, undarlega föl í framan, og úr augum hennar skein ótti. I fyrstu kennslustundinni eftir hádegið veitti drengurinn, sem sat fyrir aftan Óla því eftirtekt, að Óli sat og blaðaði í vasabók- inni sinni í staðinn fyrir að skrifa. Hann beindi strax athygli sessunautar síns að þessu. Ætli kennarinn myndi ekki taka eftir þessu líka. Þeim fannst ekki nema sanngjarnt, að Óli fengi dálitlar ákúrur; hinir fengu þær svo oft. En kennarinn sá ekkert, og skömmu síðar stakk Óli bókinni í vasann aftur. Samt sem áður gat hann ekki fest hugann við nám- ið. Hann var of órólegur til þess. Lögreglan var aftur komin til bæjarins og í frímínútunum var kennarinn sóttur yfir til kaupmannsins. Einn strákanna gat komizt að því, að sérstaklega væri verið að ræða um tvö fyrstu innbrotin. — Leiðinlegast væri bara, að hvorki gamli kaupmaðurinn né kona hans gætu munað nákvæmlega, hvenær þau voru framin. Enginn af nágrönnum hans hefði heldur munað nákvæmlega daginn. Þeir mundu aðeins, að þau voru framin um vor. Og hefði Friðrik verið að verki í fyrri skiptin, hlaut hann að hafa framið innbrotið í þriðja sinnið, því að allt benti til þess, að sami maðurinn hefði verið þar að verki. Allt þetta hafði drengurinn heyrt, þegar hann skauzt heim til sín í hléinu. í næsta tíma leit ekki heldur út fyrir, að Óli ætlaði að gera neitt. Strákarnir fyrir aftan hann sáu, hve hann horfði taugaóstyrk- ur í kring um sig, og að hann gat ekki einu sinni tekið upp reikningsáhöldin. Hvað var nú þetta? Nú tók hann aftur upp bókina,

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.