Ljósberinn - 01.09.1954, Qupperneq 7
ljqsberinn
79
Þegar handritin
Allir kannast við fjallið Sínaí, sem Guð
birtist Móse á forðum. Undir Sínaífjalli stend-
ur nú klaustur, sem stundum er kallað Sínaí-
klaustur, en er annars kennt við heilaga
Katrínu.
í maímánuði 1844 kom mikill, þýzkur
fræðimaður í heimsókn í klaustur þetta. Hann
hét Tischendorf og vann að því að leita uppi
og rannsaka gömul handrit af Biblíunni. í
klaustrinu sá hann stóra körfu fulla af göml-
um, skrifuðum pergament blöðum. Safnvörð-
urinn sagði honum, að þetta væri notað sem
eldiviður, og væri þegar búið að brenna miklu
af slíkum blöðum.
Tischendorf tók að athuga blöðin nánar og
sá þá sér til mikillar undrunar, að þetta voru
blöð úr gamalli, grískri þýðingu af Gamla
testamentinu, sem kölluð hefur verið Sjötíu-
manna-þýðingin (Septuaginta). Þetta voru
með öðrum orðum elztu handrit, sem hann
hafði nokkurn tíma séð. Fræðimaðurinn vildi
fá að taka þessi blöð með sér, en það var
ekki við það komandi, að hann fengi meira
en um það bil þriðjunginn úr körfunni eða
rúmar fjörutíu arkir. Hann lét í ljósi svo mik-
inn fögnuð yfir fundinum og áfergju í að eign-
ast blöðin, að munkana fór að gruna, að þau
væru meira virði en þeir höfðu haft hug-
mynd um.
Tischendorf fór nú með feng sinn heim til
Þýzkalands og vakti alheims athygli, er hann
skýroi frá hinum merka handritafundi. Hann
gætti þess þó vandlega að láta ekkert uppi
um það, hvar hann hafði fundið þetta, því
að hann gerði sér vonir um, að geta farið
aftur seinna og náð í meira. Ýmsir gerðu þó
tilraunir til að leita á þeim slóðum, sem
Tischendorf hafði leitað á, en árangurslust.
Tischendorf reyndi líka að beita fyrir sig
áhrifamönnum við egyptsku hirðina, en allt
kom fyrir ekki. Munkarnir voru þögulir sem
gröfin og vildu ekkert láta af hendi.
Árið 1853 fór hann sjálfur aftur til Sínaí,
nbuunnar .v.v.v.v.v.y.v.v.v.v.v
fundust á Sínaí
en tókst ekki að hafa uppi á meiru en einu
blaði úr fyrstu Mósebók.
Fimmtán árum síðar fór Tischendorf enn
til Sínaí og hafði nú með sér meðmæli Rússa-
keisara, en klaustrið var grískt-kaþólskt. Enn
bar leitin engan árangur, og Tischendorf var
í þann veginn að yfirgefa klaustrið. Þá bauð
ráðsmaður klaustursins honum inn í klefa
sinn og bar fram fyrir hann veitingar.
— Ég hefi líka lesið eintak af Sjötíu-
manna-þýðingunni, sagði ráðsmaðurinn upp
úr þurru.
Því næst tók hann fram stóran böggul, vaf-
inn inn í rautt klæði, og lagði hann á borðið.
Tischendorf tók umbúðirnar utan af bögglin-
um og fann sér til mikillar undrunar mörg
blöð úr Gamla testamentinu og allt Nýja
testamentið.
Tischendorf varð fi'á sér numinn. En í þetta
skipti hafði hann taumhald á tilfinningum
sínum og lét ekki á neinu bera. Hann bað
aðeins um leyfi til að fá að líta ofurlítið
nánar á bókina inni í klefa sínum.
— Og þar, segir hann sjálfur frá, gaf ég
tilfinningum mínum lausan tauminn. Ég vissi,
að ég hélt á dýrmætasta handriti Biblíunn-
ar, sem enn var þekkt.
Nú hófust miklir samningar, og loks tókst
með aðstoð keisarans að fá þetta dýrmæta
handi’it flutt til Rússlands. Var því komið
fyrir í bókasafni keisarans í Pétursborg.
Þetta handrit hefur verið nefnt Sínaíhand-
ritið, eftir staðnum, sem það fannst á, og er
eitt af þremur dýrmætustu handritum Bibli-
unnar, sem til er. Það mun hafa verið skrifað
á fjórðu öld eftir Krist.
Nú var nafn Tischendorl' á alli'a vörum.
Hann var virtur og dáður. Einn fræðimaðui
komst svo að orði:
— Ég vildi heldur liafa fundið Sínaíhand-
ritið en eiga dýrmætasta demant Bretdrottn-
ingar.
Sínaíhandritið vai' síðan geyrnt í Péturs-