Ljósberinn - 01.09.1954, Side 9

Ljósberinn - 01.09.1954, Side 9
LJ D5BERINN 81 til baka, reiðubúinn til þess að berjast til þess að bjarga honum. Þá nam hann undr- andi staðar. Það var ekki maðurinn, sem hafði misst skyrtuna. Það var ekki einu sinni Oko — það hefði verið enn verra — það var afríkanskur lögregluþjónn! Til allrar hamingju stóð Jakob í skugganum af stóru tré, svo að það var ekki auðvelt að sjá hann. Hann læddist lengra inn í skuggann á bak við tréð og lagði við hlustir. Það var nú engin hjálp í að reyna að bjarga Ali. Jakob vissi nóg til þess, að honum var ljóst, að hann gat ekki bjargað honum frá lögreglu- þjóninum. Hann þekkti manninn, og maður- inn þekkti hann. Og þó að hann gæti bjarg- að Ali, mundu þeir bara verða teknir báðir næsta dag, og hvernig mundi þá fara fyrir Mikael? Á meðan var lögreglumaðurinn að tala við Ali. — Hvað hafið þið gert? — Ekkert. — Af hverju hlupuð þið þá svona? —■ Við héldum, að það væri annar maður. — Hver þá? En Ali þagnaði snögglega. Hann hafði komizt að> þeirri niðurstöðu, að því minna sem hann segði, því betra væri það, því að þetta var ekki réttur tími til þess að reyna að útskýra þetta. Það mundi bara hafa það í för með sér, að farið yrði með hann aftur til húss Okos til þess að vera rannsakaður þar, og Oko mundi bera fram einhverja skýringu, sem mundi fullnægja lögregluþjóninum. Hann vissi, að það var einnig ástæðan til þess, að Jakob gaf sig ekki fram. Hann treysti því, að Jakob fyndi einhver ráð. — Hver var með þér? spurði lögreglu- þjónninn. Ali sagði ekkert, og lögregluþjónninn hikaði snöggvast. Sumir afríkanskir lögreglu- þjónar hefðu reynt að vera kjaftforir, já, jafnvel að berja hann til þess að fá hann til þess að tala. Það var heppilegt fyrir drengina, að þessi lögregluþjónn var ekki af þeirri tegund. Hann sá, að Ali mundi ekki segja meira. — Jæja, sagði hann eftir stundarkorn, ég hef náð í annan ykkar. Nú lokum við þig inni í nótt og sjáurn, hvað þú hefur að segja á morgun. Og hann hélt í handlegg Alis og lagði af stað með hann niður eftir veginum. Ali fór með honum án þess að veita mótspyrnu og reyndi að fylgjast með skrefum lögregluþjóns- ins. Jakob fylgdi á eftir í skugganum. Hann var hræddur og var að velta fyrir sér, hvort hann ætti að reyna að bjarga vini sínum, en hann gat alls ekki hugsað sér, hvernig hann ætti að gera það. Hann varð sjálfur að vera frjáls vegna Mikaels, svo að hann gæti farið til verzlunarstjórans næsta dag. Þegar þeir komu inn í bæinn, kom annar lögregluþjónn og slóst í för með þeim, og þá sá Jakob, að þetta var vonlaust. Hann stóð á bak við tré og horfði á mannverurn- ar þrjár — tvær stórar í bláum einkennis- búningnum og Ali á milli þeirra í bláum buxum — er þær sneru til vinstri í áttina til lögreglustöðvarinnar. Svo gekk hann heim á leið dapur í bragði. Nú þurfti hann að bjarga tveim mönnum, og hann var alveg einn og aðeins tólf ára. Hann skreið upp á svalirnar og settist niður á mottuna sína mjög einmana. 9. kapítuli. Jakob dreymdi, að stór höggormur kæmi á eftir honum og Ali niður eftir veginum. Hann kallaði í sífellu: — Ali! Ali! og Jakob var að furða sig á því í drauminum, hvernig hann gat vitað nafn Alis. Hann kom æ nær og hrópaði æ hærra, þangað til hann hróp- aði að síðustu svo hátt, að Jakob vaknaði. — Ali; sagði höggormurinn aftur rétt fyrir ofan hann, að minnsta kosti hélt Jakob sem snöggvast, að það væri höggormurinn. Þá dró hönd ábreiðuna frá andliti hans, og þarna lá hann og horfðd beint framan í Osanyin. Jakob settist upp í skyndi. Sólin var kom- in upp. Það hlaut að vera komið langt fram á dag. Og hann, sem hafði hugsað sér að fara snemma á fætur og reyna að vinna bæði starf Alis og sitt eigið, áður en Osanyin vaknaði. — Þú hefðir átt að vera kominn á fætur fyrir löngu, sagði Osanyin. — Hvar er Ali? Frainh.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.