Ljósberinn - 01.09.1954, Side 11

Ljósberinn - 01.09.1954, Side 11
ljdsberinn S3 HENNAR Hvar býr Guð ? Kennarinn spurði eitt sinn nemendurna í skólanum: — Hvíí býr Guð? Hann fékk mörg svör: Guð býr í himnin- um, Guð býr í kirkjunni, Guð býr í hjörtum okkar o. s. frv. Þessi svör voru líka alveg rétt. — En vitið þið um fleiri staði? spurði kennarinn. Þá rétti lítill drengur upp höndina. — Jæja, Gunnar minn, hvar heldur þú, að Guð búi? — Guð býr í efsta húsi til vinstri í göt- unni heima, svaraði Gunnar litli. Hin börnin fóru að hlæja. Þau hættu því ■’ljótt, þegar þau sáu, hve alvarlegur kennar- inn var á svipinn. — Af hverju heldur þú það? spurði hann. — Á sunnudaginn, svaraði Gunnar, fór ég fram hjá húsinu með honum pabba. Þá var sungið svo fallega inni í húsinu. Pabbi sagði mér, að þar ætti heima fátækur skósmiður, sem ætti átta börn og tvær veikar frænkur sínar fyrir að sjá. Hann sagði, að þau hefðu oft lítið að borða, en þau væru alltaf glöð og ánægð. Þau biðja Guð mikið og syngja oft um hann. Pabbi sagði, að Guð byggi hjá þeim, þess vegna væru þau alltaf svona glöð. IXIýju sokkarnir Einu sinni var prestur, sem var ákaflega hjálpfús og greiðvikinn við fátæka. Hann lét aldrei fátæka tómhenta frá sér fara. Ef hann hafði ekki peninga til að gefa þeim, gaf hann þeim fötin af sér. Þetta líkaði ekki konu hans. Hún hafði aldrei kynnst því hvað fátækt var. Dag nokkurn sá prestsfrúin fátæklega klæddan verkamann fara inn á skrifstofu prestsins. Eftir stundarkorn kom hann aftur út og var þá hinn ánægðasti á svipinn. Píana grunaði strax, að nú hefði presturinn gefið honum eitthvað af fötunum sínum. Hún fór því strax að gá í kommóðuna, þar sem hún geymdi fötin hans. Hún sá líka brátt hvað vantaði og sagði í ávítunarróm við mann sinn: — Nú hefurðu gefið beztu sokkana, sera þú áttir til! — Já, góða mín, svaraði presturinn, lélega sokka átti maðurinn sjálfur. Trúr þjónn Ungur drengur var í vinnu hjá bónda nokkrum. — Af hverju þrælar þú svona allan lið- langan daginn, sagði verkamaður nokkur við hann. Húsbóndi þinn sér ekki til þín, og þú færð ekkert þakklæti fyrir þetta óþarfa strit þitt. — En Guð sér til mín, svaraði drengurinn, og ég vinn ekki einungis fyrir mennina, heldur líka fyrir Guð. Enginn frúir lygara — Hjálp, hjálp, úlfurinn er að koma! æpti einu sinni smalastrákur. Þegar fólk kom hlaupandi til hjálpar, sá það, að kindurnar voru rólegar að bíta og enginn úlfur nálægt. Smalinn rak upp skellihlátur og sagði: — Nú lék ég á ykkur. Þið hélduð, að úlfur- inn væri að koma, en ég var bara að leika mér. Fólkið skammaði strákinn og fór leiðar sinnar. En það leið ekki á löngu, unz það heyrði strákinn hrópa aftur enn átakanlegar en fyrr. Fólkið hélt því, að nú væri honum alvara og flýtti sér til hans, en allt fór á sömu leið. Rétt á eftir kom úlfur og réðst á hjörðina hjá smalanum. Nú hrópaði hann í alvöru á hjálp. En þá var fólk orðið svo vant gabbinu í honum, að engum datt í hug að anza fyrr en allt var um seinan. Enginn trúir lygarnum, jafnvel þótt hann segi sannleika.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.