Ljósberinn - 01.12.1954, Síða 3

Ljósberinn - 01.12.1954, Síða 3
34. ÁRQ. REYKJAVÍK, JÓLIN 1954 1D.-12. TBL. □LAFUR áLAFSSDN: Á íœðingarhátíð trelsarans SHENG DAN GIE eru jól kölluð á kín- versku, en það þýðir fæðingarhátíð. Við segjum líka, „gleðilega hátíð“, af því að þennan dag, fyrir 1954 árum, fæddist í Gyð- ingalandi lítið barn, sem var látið heita Jesús. En Jesús þýðir frelsari. Þá varð til þessi hátíð, sem við köllum jól: þegar frelsarinn fæddist. Þið munið sjálfsagt, að bærinn, þar sem hann fæddist, hét Betlehem og að móðir hans hét María. En ekki er víst, að þið munið hvers vegna hann var látinn heita Jesús. Engill af himni kom til Jósefs í draumi og sagði: Þú skalt kalla nafn hans Jesús, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra. Það var líka engill, sem sagði hirðunum á Betlehemsvöllum frá fæðingu Jesú: — Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sagði hann, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og fleiri englar komu og voru svo glaðir yfir því, að Guð hafði gefið mönnum slíkan frelsara, að þeir sungu: — Dýrð sé Guði i upphæðum og friður á jörðu og velþóknan Guðs yfir mönnum. Fyrsta jólasálminn kenndu englar okkur. Þess vegna syngjum við nú: Dýrð sé Guði í hæstum hæðum, himinn syngur fögrum hljóm. Mannkyn, hrært í innstu æðum, undir tak með lofsöngs róm. Allt Guðs speki, miskunn, mátt mikli, göfgi, prísi hátt. Finnst ykkur ekki, að allir hljóti að vera glaðir og fagnandi á jólunum, eins og við? Það er leiðinlegt, að svo er ekki. Margir eiga bágt á þessum jólum. Þeim viljum við ekki gleyma, en biðja góðan Guð um að styrkja og gleðja þá. Ég man eftir einum jólum þannig, að ég átti erfitt með að vera glaður. Mér fannst þá, að ég varla geta sagt af einlægni við nokkurn mann: Gleðileg jól. — Það var 1920, síð- asta veturinn minn á kristniboðsskólanum í Osló. Ég hafði verið beðinn að prédika á jóladagsmorgun í stóru hegningarhúsi. Möll- ergata 19 er það kallað. Síðan eru nú liðin 34 ár, en enn man ég það eins og hefði það verið á morgni þessa jóladags.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.