Ljósberinn - 01.12.1954, Qupperneq 4

Ljósberinn - 01.12.1954, Qupperneq 4
112 Mér var vísað inn í stóra, kuldalega bygg- ingu. Eftir miðju húsi endilöngu var gangur, en fangaklefar í mörgum hæðum beggja megin gangsins, — auðvitað allir lokaðir. Milli klefanna var gengið eftir mjóum pöll- um, sem festir voru fyrir framan þá á veggi gangsins. Brýr voru hér og þar á milli pall- anna, yfir þveran gang. Á einni brúnni, á annari hæð, var komið fyrir ræðustóli og söngpalli. Hurðir fyrir klefum voru opnaðar þannig, að slakað var á læsingarjárnum, svo að myndaðist ofurlítil glufa. Fangarnir gátu því heyrt til mín, þó að ég sæi þá ekki. Mér fannst þá, að þessum mönnum hlyti að líða svo hræðilega illa, að ég gæti ekkert sagt þeim til hjálpar og uppörfunar. Og mér varð hugsað til systranna, Mörtu og Maríu, sem sagt er frá í Nýja testamentinu okkar. Bróðir þeirra, Lazarus, veiktist og dó. Þegar Jesús kom loks, sögðu þær við hann: — Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir okkar ekki dáinn. Ef allir tryðu á hann, sem er frelsari okkar, þá væru öll hegningarhús tóm, þá færi ekki illa fyrir neinum, þá liði öllum mönnum vel. Þess vegna flutti ég föngunum skilaboð englanna: — Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn. Sjálfur sagðist hann vera kominn til að „boða bandingjum lausn — og láta þjáða lausa“. Og hann hefur gert það óteljandi sinnum. Nú flyt ég ykkur, kæru börn, sömu skila- boðin: — Yður er í dag frelsari fæddur. Sjálfur sagði Jesús: — Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það eigi. Við þurfum á hans hjálp og frelsun að halda, engu síður en fangar. Þess vegna megum við ekki gleyma okkar barnabæn: Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera og forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. Þegar ég kom, að lokinni guðsþjónustu, á skrifstofu hegningarhússins, var mér sagt, að ungur maður hefði dáið í klefanum sínum um nóttina. Hann hafði verið látinn inn kvöldið áður, — aðfangadagskvöld. Og nú þurfti að tilkynna þetta foreldrum hans og systkinum — á sjálfan jóladaginn. LJDSBERINN Ég held, að pilturinn hafi heitað Jens. Hann hafði alizt upp á góðu heimili, verið í sunnu- dagaskóla og verið fermdur af góðum, trúuð- um presti. En hann lennti snemma í slæmum félagsskap. — Þið vitið, hvað slæmur félags- skapur er? Við lendum í slæmum félags- skap, ef við erum mikið með slæmum félög- um, sem eru orðljótir, hrekkjóttir, stríðnir og hafa alls konar óknytti í frammi. Þá er hætt við, að við verðum þeim samdauna eða jafnvel enn þá verri en þeir. Þannig fór fyrir veslings Jens. 17 eða 18 ára gamall fór hann að drekka. Á aðfanga- dagskvöld 1920 hafði hann drukkið sig full- an. Síðan hafði hann framið innbrot og rænt peningum til þess að geta drukkið meira. En lögreglan hafði hendur í hári honum og stakk honum inn í svartholið. Þá var honum líka öllum lokið. Hann hugsaði til jólanna heima, foreldra og systkina sinna, sem alltaf höfðu verið honum góð. Hann fyrirvarð sig, og honum fannst hann ekki geta látið nokk- urn mann sjá sig framar — hann ekki geta lifað við smán. Og um nóttina dó hann, — af því að hann vildi deyja. Hann fyrirfór sér á sjálfa jólanóttina! — Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróð- ir minn ekki dáinn. Hefði Jens ekki snúið baki við frelsara sínum, — þá hefði öðruvísi farið. Ó, nei, því miður líður ekki öllum vel á þessum jólum heldur. Og þó sagði engillinn: — Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn. Síðustu orð Krists við lærisveina sína voru: — Farið út um allan heim og prédikið gleðiboðskapinn öllum mönnum. Eins og þið vitið, sum ykkar, hefi ég verið mörg ár í landi, þar sem eru milljónir barna, sem ekkert vita um fæðingarhátíð frelsarans, hafa aldrei heyrt Jesúm nefndan og þess vegna ekki heldur Guð, og fá engar jólagjafir. Engir menn eiga eins bágt og þeir, sem hafa annað hvort gleymt Guði og frelsara sínum eða aldrei heyrt um hann. — Einu sinni kom ég á kristniboðsstöð í stórri borg, sem heitir Nagoya og er í Japan. Þar var kristniboði að kenna stórum hóp barna að syngja barnasálma, sem ég enn man:

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.