Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 10
11» LJDSBERINN Bjarnaboða, sem var mjög hættulegt sker. Sú hugsun gagntók hann, að hann yrði að reyna að bjarga mönnunum, þó að ekki væri annað sýnna, en að skipið færist þarna með allri áhöfn. Nonni var nú kominn niður að naustinu og fór að fást við að opna lásinn, sem dyr- unum var lokað með, en hvað var þetta? Hann lagði við hlustirnar. Þetta var greini- lega neyðaróp. Hann fór að rýna út á hafið, en hríðin var svo dimm, að hann fékk ekkert greint. Þá gekk hann að naustinu, og hengdi luktina á nagla við gluggann. í nokkrar mín- útur stóð hann sem í leiðslu. Greinileg neyð- aróp bárust utan af hafinu. Áður en hann vissi af, var hann fallinn á kné á sandgólfinu í naustinu og bað. — Drottinn Jesús, þú, sem kyrrir vind og sjó, ó, að það verði þinn vilji, að þessir menn megi bjargast. Drottinn lát mig verða verk- færi í þinni hendi til þess. Þegar hann stóð upp frá bæninni, var hann gagntekinn undarlegri öryggistilfinningu. Honum leið svo vel. Hann fann, að Guð hafði bænheyrt hann. Hann fór aftur út í óveðrið og tók með sér kaðal úr naustinu, ef hann skyldi koma að einhverju gagni. Hann gekk niður í fjöruna eins langt og hann þorði fyrir brimsoginu. Hvað var þetta? Þarna var einhver þústa á sjónum, en hann sá þetta svo illa fyrir hríðinni, svo hvarf það aðra stundina ofan í öldudalina. Þegar betur rofaði til, sá hann þetta betur. Þetta var gúmmíbjörgunarbátur, og í honum voru fimm eða sex menn, og lengra burtu greindi hann annan bát. Sá, sem nær var kominn, var að komast að brimgarðinum, og þar gat það ekki farið nema á einn veg, bátnum mundi hvolfa. Áður en varði reis upp feikna stór alda fyrir aftan bátinn. Hún hækkaði og hækkaði, þar til hún varð eins og fjallstindur, sem á næsta augabragði brotn- aði yfir bátinn. Honum hvolfdi þegar í stað og allir mennirnir skoluðust út í brimlöðrið. Nonni stirðnaði upp, og áður en hann gat áttað sig hljóp hann með kaðalinn fram í brimið og fleygði honum eins langt og hann gat í áttina til mannanna. Tveir þeirra náðu handfestu á kaðlinum, og Nonni dró þá að sér af öllum kröftum. Þeir komust heilu og höldnu upp á sandinn. Þeir hjálpuðust nú að við að bjarga hinum, sem eftir voru. Allir voru þeir nokkuð þjak- aðir. Þetta voru útlendingar, svo að Nonni gat ekki talað við þá, nema með bendingum. Hinn báturinn var að nálgast brimgarðinn. Það fór fyrir honum eins og þeim fyrri. Him- inháar öldurnar brutu hann undir sig og hvolfdu honum. Nonna og hinum skipbrots- mönnunum tókst greiðlega að bjarga mönn- unum með sömu aðferð. Björgunin hafði tekizt giftusamlega. Nonni þakkaði Guði í hjarta sínu þessa dásamlegu bænheyrslu. Honum skyldist, að þetta var togari, sem ætlaði að leita vars í storminum, en það fór á þessa leið. Skipbrotsmennirnir hvíldu sig nokkra stund, áður en þeir héldu heim á leið. Þegar leiðin var hálfnuð að Kleif, kom móðir Nonna á móti þeim. Hún sá strax, hvað hafði gerzt og kom í fyrstu ekki upp neinu orði. Hún leit tárvotum augum á Nonna, klappaði honum á herðarnar og sagði loks klökkum rómi: — Guði sé þökk, drengurinn minn. Það var þröngt í bænum á Kleif þessa nótt. En Nonni og móðir hans reyndu að láta fara eins vel um hina erlendu skip- brotsmenn og þau höfðu tök á. Á Þorláksmessu fylgdi Nonni þeim út í kaupstaðinn, en þar var belgískt vöruflutn- ingaskip. Með því fengu þeir ferð heim. En þegar þeir áttu ófarinn lítinn spöl í kaupstaðinn, kom ríðandi maður á móti þeim. Þetta var enginn annar en faðir Nonna heill heilsu. Þarna urðu miklir fagnaðarfundir. Nonni kvaddi skipbrotsmennina og óskaði þeim góðrar ferðar og gleðilegra jóla. Hand- tök þeirra og augnatillit sögðu meir en nokkur orð. Er þeir höfðu skilizt, hélt hann heimleiðis með beztu jólagjöfina, sem Guð hafði gefið honum á þessum jólum, en það var pabbi heill á húfi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.