Ljósberinn - 01.12.1954, Qupperneq 28

Ljósberinn - 01.12.1954, Qupperneq 28
136 LJDBBERINN SEKUR EÐA SAKLAUS? — Jæja, veiztu eitthvað? sagði William- sen við Femi. Femi hristi höfuðið án þess að líta upp. Það var algjör þögn í herberginu andartak. Úti á veginum voru einhverjir tveir menn að kallast á. Ókunnur maður mundi hafa sagt, að þeir væru að rífast, en þeir fóru aðeins þannig að við að heilsast. Fljótaskip pípti. Og Jakob sleppti takinu á handlegg Femis, eins og það hefði verið merki, og snéri sér örvilnaður undan. Femi gaut hornauga til hans. Þarna stóð Jakob með höndina upp að vörinni, sem blæddi úr eftir höggið', sem Oko gaf honum. Hann barðist við grátinn, og hann deplaði augunum í sífellu. Þegar Femi sá það, tók hann djarflegustu ákvörðunina, sem hann hafði tekið á sinni stuttu ævi. Hann gat ekki látið þá koma svona fram gagnvart Jakobi. En það þurfti kjark til þess að tala. Hann hugsaði ekki aðeins um það, hve reiður Oko mundi verða. Hann mundi einnig eftir juju-inu og illu öndunum, sem honum hafði verið kennt að trúa á. En hann gekk fram, lagði hönd sína hughreystandi í lausu hönd Jakobs og sagði: — Ég veit dálítið, forstjóri. Jakob sneri sér ákafur að honum og þrýsti hönd hans fast. Brosið á Oko dvínaði, og hann gekk fram með ógnandi svip. — Ég sagði, að þú ættir að fara fram í eldhúsið, Femi. Farðu strax, annars veiztu, hverju þú mátt eiga von á. Femi stóð stundarkorn kjarklaus frammi fyrir honum, en Jakob stóð stöðugur og hélt fast í hönd hans til þess að uppörva hann. Osanyin gekk fram til þess að komast nær Oko. — Hvað veiztu þá? spurði forstjórinn, og Femi lyfti upp höfði sínu og tók djarflega til máls. 12. kapítuli. — Það er allt saman falið niðri í brunn- inum, sagði Femi. FRAMHALDSSAGA FRÁ AFRIKU Allir horfðu undrandi á hann. Og skömmu síðar hélt hann áfram að tala án þess að líta á Oko, en hann hélt fast í hönd Jakobs allan tímann. — Vinur hans kom með miklum flýti frá verzluninni fyrir um það bil klukkutíma. Hann tók allt upp úr kassanum, batt reipi utanum það og renndi því öllu niður í brunninn. Það er hola þar .... — Þarna hleypur hann! kallaði Jakob allt í einu. Á meðan hinir voru að hlusta á það, sem Femi sagði, hafið Oko fært sig hægt aft- ur á bak í áttina til dyranna, og nú lagði hann höndina á hurðarhúninn. Þegar Jakob kallaði upp, opnaði hann dyrnar snögglega og tók til fótanna, áður en nokkur gat stöðvað hann. Óp heyrðist fyrir utan og dynkur af einhverju, sem datt. Allir þustu til dyranna og námu staðar og horfðu á það, sem fram fór fyrir utan. Þarna lá Oko og drengur nokkur á jörðinni. Oko lá ofan á, og afríkanskur lögregluþjónn stóð yfir þeim. Á meðan þeir voru að horfa á þetta, brölti Oko á fætur og leit ringlaður í kring um sig. — Takið þennan mann fastan, sagði for- stjórinn í skyndi, og lögregluþjónninn greip þegar í handlegg Okos aftan frá. Skrifstofu- stjórinn reyndi ekki að koma sér undan. Drengurinn stóð á fætur. — Ali! hrópaði Jakob glaður. Það var í raun og veru Ali. Hann var aðeins í bláu stuttbuxunum, og hann virtist vera alldas- aður, en hann brosti til Jakobs. — Góðan dag, sagði hann við Osanyin og forstjórann. — Hann fékk mig með sér, sagði Ali og kinkaði kolli til lögregluþjónsins. Lögregluþjónninn hélt Oko enn föstum, en hann sneri sér að forstjóranum og sagði til skýringar: — Þessi drengur var handtekinn í nótt nálægt þessu húsi, sagði hann. — Það var annar drengur til, en hann hljóp burt. Við gátum ekki fengið hann til þess að segja

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.